Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Side 201
§ 222. }esús tekinn höndum.
156. Matt. 2647—56
47 Og meðan
hann enn var að tala,
sjá, þá kom Júdas, einn af
þeim tólf, og með honum
mannfjöldi mikill, með
sverðum og bareflum, frá
æðstu prestunum og
öldungum lýðsins.
48 En sá, er sveik hann,
gaf þeim tákn og
sagði: Sá er eg
kyssi, hann er það. Hand-
takið hann.
49 Og hann gekk
þegar að ]esú og sagði:
Heill, rabbí! og kystihann.
50 En Jesús sagðivið hann:
Vinur, hví ert þú kominn
hér? Þá gengu þeir að,
lögðu hendur á ]esúm og
tóku hann. 51Ogsjá, einn
þeirra, er voru með ]esú,
rétti út höndina og
brá sverði, og hann hjó til
þjóns æðsta prestsins og
sneið af honum
94. Mark. 1443—52
43 Og jafnskjótt, meðan
hann enn var að tala,
kemur ]údas, einn af
þeim tólf, og með honum
mannfjöldi, með
sverðum og bareflum, frá
æðstu prestunum og fræði-
mönnunumog’öldungunum.
44 En sá, er sveik hann,
hafði gefið þeim merki og
sagt við þá: Sá er eg
kyssi, hann er það; hand-
takið hann og farið tryggi-
lega burt með hann. 45 Og
er hann kom, gengur hann
þegar að honum og segir:
Rabbí! og kysti hann.
46 En þeir
lögðu hendur á hann og
tóku hann. 47 En einn
af þeim, sem hjá stóðu,
brá sverði og hjó til
þjóns æðsta prestsins, og
sneið af honum
148. Lúk. 2247—53
47 Meðan
hann enn var að tala,
sjá, þá kom flokkur manna,
og áðurnefndur ]údas,
einn af þeim tólf, gekk á
undan þeim.
Og hann gekk
að ]esú
til að kyssa hann.
48 En ]esús sagði við hann:
]údas, svíkur þú manns-
soninn með kossi? 49 En
er þeir, er hjá honum voru,
sáu hvað verða mundi,
sögðu þeir: Herra, eigum
vér að slá með sverði?
50 Og einn af þeim hjó til
þjóns æðsta prestsins og
sneið af honum hægra
Matt. 2647—56 = Mark. 1443—50 = Lúk. 2247—53. Sbr. Jóh. 182—11: 2En Júdas, sem
sveik hann, þekti og staðinn, því að Jesús hafði oftlega komið þar saman ásamt lærisveinum
sínum. 3 Þá tók Júdas hersveitina með sér og þjóna frá æðstu prestunum og Faríseunum,
og kemur þangað með blysum og lömpum og vopnum. 4 Þá gekk Jesús, sem vissi a!t, sem
yfir hann mundi koma, fram og segir við þá: Að hverjum leitið þér? 5Þeir svöruðu honum:
Að Jesú frá Nazaret. Jesús segir við þá: Eg er hann. En hjá þeim stóð einnig Júdas, sem
sveik hann. 6 Þegar hann nú sagði við þá: Eg er hann, hopuðu þeir á hæl og féllu fil
jarðar. 7 Þá spurði hann þá aftur: Að hverjutn Ieitið þér? En þeir sögðu: Að Jesú frá
Nazaret. 8Jesús svaraði: Eg sagði yður, að eg væri hann; ef þér því leitið að mér, þá
látið þessa fara; sþví að rætast hlaut orðið, sem hann sagði: Eigi glataði eg neinum af
þeim, sem þú hefir gefið mér. 10Símon Pétur, sem hafði sverð, brá því nú, hjó til þjóns
æðsta prestsins og sneið af honum hægra eyrað, en nafn þjónsins var Malkus. 11 Jesús sagði
þá við Pétur: Sting sverðinu í slíðrin. Ætti eg ekki að drekka bikarinn, sem faðirinn hefir
að mér rétt?