Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Page 209
193
§ 226, 227 og 228
Lúk. 23
4Og Pílatus sagði við æðstu prestana og fólkið: Eg finn enga sök hjá þess-
uin manni. 5En þeir urðu því ákafari og sögðu: Hann æsir upp lýðinn, með
því að hann kennir um alla ]údeu, alt frá Galíleu, þar sem hann byrjaði, og hingað.
§ 227. Jesús frammi fyrir Heródesi.
152. Lúk. 236-16
6En er Pílatus heyrði það, spurði hann, hvort maðurinn væri Galílei.
7Og er hann varð þess vís, að hann var úr umdæmi Heródesar, sendi hann
hann til Heródesar, sem þessa daga var einnig í Jerúsalem.
8En er Heródes sá Jesúm, varð hann næsta glaður, því að lengi hafði
hann langað til að sjá hann, þar eð hann hafði heyrt um hann; og hann
gjörði sér von um, að sjá eitthvert tákn gjört af honum. 9Og hann spurði
hann með mörgum orðum, en hann svaraði honum engu. 10 En æðstu prest-
arnir og fræðimennirnir stóðu hjá og ákærðu hann harðlega. '*En Heródes,
ásamt hermönnum sínum, óvirti hann og spottaði, og lagði um hann skínandi
klæði og sendi hnnn aftur til Pílatusar. 12 Og þennan dag urðu þeir Pílatus
og Heródes vinir sín á milli, því að áður hafði verið fjandskapur með þeim.
13Nú kallaði Pílatus saman æðstu prestana og höfðingjana og fólkið
14 og sagði við þá: Þér hafið fært mér þennan mann, svo sem þann, er leiddi
lýðinn afvega; og sjá, eg hefi í viðurvist yðar yfirheyrt hann, og enga sök
fundið hjá manni þessum í því, er þér ákærið hann fyrir. 15Ekki heldur
Heródes, því að hann sendi hann aftur til vor. Og sjá, ekkert er það af honum
drýgt, sem dauða sé vert. 16Ætla eg því að refsa honum og láta hann lausan.
§ 228. Dæmdur til dauða.
161. Matt. 27i5—26 98. Mark. 156—15 153. Lúk. 23i8—25
15En á hátíðinni var 6En á hátíðinni var
landshöfðinginn vanur að hann vanur að
gefa lýðnum lausan einn gefa þeim lausan einn
bandingja, þann er þeir bandingja, þann er þeir
óskuðu. 16 En þeir höfðu þá alræmdan bandingja, báðu um. 7En maður
Barrabas að nafni. að nafni Barrabas var þar í böndum með upp- hlaupsmönnum; höfðu þeir framið manndráp í upp- Sjá v. 19
Lúk. 23i og h. Sbr. Jóh. 1 9ö : 6Þegar nú æðstu prestarnir og þjónarnir sáu hann, æptu
þeir og sögðu: Krossfestu, krossfestu! Pílatus segir við þá: Takið þér hann og krossfestið,
því að eg finn enga sök hjá honum.
25