Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Page 213
§ 230. Krossgangan.
163. Matt. 2732
32 En er þeir gengu út,
hittu þeir mann frá Kýrene,
er Símon hét. Þennan
mann neyddu þeir til að
bera kross hans.
Sbr. v. 38
100. Mark. 15-21
21 Og þeir neyða mann,
er fram hjá gekk, til að
bera kross hans; hann
kom utan af akri og hét
Símon frá Kýrene, faðir
þeirra Alexanders og
Rúfusar.
Sbr. v. 27
154. Lúk. 2326 32
26 Og er þeir leiddu
hann út, tóku þeir Símon
nokkurn frá Kýrene, sem
kom utan af akri, og
lögðu krossinn á hann,
til þess að hann bæri
hann á eftir Jesú.
27 En honum fylgdi
mikill fjöldi af fólkinu og
af konum, sem hörmuðu
og grétu yfir honum.
28 En jesús sneri sér til
þeirra og mælti: Jerú-
salem-dætur, grátið ekki
yfir mér, en grátið yfir
sjálfum yður og yfir
börnum yðar. 29Því að
sjá, þeir dagar munu
koma, að menn munu
segja: Sælar eru óbyrjur
og þau móðurlíf, er ekki
hafa barn alið, og þau
brjóst, er ekki hafa gefið
að sjúga. 30 Þá munu
menn taka að segja við
fjöllin: Hrynjið yfir oss!
og við hálsana: hyljið oss!
31 Því að ef menn gjöra
þetta við hið græna tréð,
hvernig mun þá fara fyrir
hinu visna?
32Með honum voru og
færðir til lífláts tveir menn
aðrir, og voru það illvirkjar.