Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Síða 218
202
§ 232
Matt. 27
skalf og björgin klofnuðu,
52og grafirnar opnuðust,
og margir líkamir sofn-
aðra helgra manna risu
upp, 53 og þeir fóru út úr
gröfunum eftir upprisu
hans og komu inn í hina
helgu borg og birtust
þar mörgum. 54 En er
hundraðshöfðinginn og
þeir, er með honum gættu
Jesú, sáu landskjálftann
og það sem við bar,
urðu þeir felmtsfullir mjög
og sögðu: Sannlega hefir
þessi verið Guðs
son.
55 En þar voru margar
konur, er horfðu á
álengdar; höfðu þær fylgt
Jesú frá Galíleu og þjónað
lionum. 56Meðal þeirra
var María Magdalena og
María, móðir þeirra Jak-
obs og Jóse, og móðir
þeirra Zebedeussona.
Mark. 15
39 En er
hundraðshöfðinginn, sem
stóð gegnt honum, sá að
har.n gaf upp andann
með slíkum hætti,
sagði hann: Sannlega hefir
þessi maður verið guðs-
sonur.
40 En þar voru og
konur, er horfðu á
álengdar;
meðal þeirra
var María Magdalena og
María, móðir þeirra Jak-
obs litla og Jóse, og
Salóme, 41þær er fylgdu
honum og þjónuðu hon-
um, er hann var í Galí-
leu, og margar aðrar
konur, er farið höfðu með
honum upp til Jerúsalem.
Lúk. 23
47 Og er
hundraðshöfðinginn
sá það, er við bar,
vegsamaði hann Guð
og sagði: Sannarlega hefir
þessi maður verið rétt-
látur. 48 Og er alt fólkið,
sem komið hafði saman
til að sjá þetta, sá það,
er gjörðist, barði það
sér á brjóst og sneri aftur.
49En allir þeir, sem hon-
um voru kunnugir, og
konur þær, er honum
höfðu fylgt úr Galíleu,
stóðu langt frá og sáu
þetta.
Malt. 2751—56 = Mark. 1538—u = Lúk. 2347-49. Sbr. Jóh. 1931—37 og 25—27: 31 En
þar eö aðfangadagur var, og til þess að líkamirnir væru ekki á krossinum um hvíldardaginn,
— því að sá hvíldardagur var mikill — beiddu Gyðingarnir Pílatus, að bein þeirra væru
brotin og þeir teknir burt. 32 Hermennirnir fóru því og brutu bein hins fyrsta og hins ann-
ars, sem með honum hafði verið krossfestur. 33 En er þeir komu til Jesú og sáu, að hann
var þegar dáinn, brutu þeir ekki bein hans. 34 En einn af hermönnunum lagði spjóti í síðu
hans, og jafnskjólt kom út blóð og vafn. 35 Og sá hefir vitnað það, sem hefir séð, og vitnis-
burður hans er sannur, og hann veit, að hann segir það sem satt er, til þess að einnig þér
trúið. 36 Því að þetta varð, til þess að sú ritning skyldi rætast: Bein í því [þ. e. páskalamb-
inu] skal ekki brotid. 37 Og enn segir önnur ritning: Peir skulu snúa augum til hans, sem
þeir stungu. — 25 En hjá krossi Jesú stóð móðir hans og móðursystir hans, María, kona Klópa,
og María Magdalena. 26Þegar nú Jesús sá móður sína og lærisveininn, sem hann elskaði,
standa þar, segir hann við móður sína: Kona, sjá þar er sonur þinn! 27Síðan segir hann við
lærisveininn: Sjá, þar er móðir þín! Og frá þeirri stundu tók lærisveinninn hana heim til sín.