Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Síða 225
209
§ 238 og 239
Lúk. 24
og þér sjáið mig hafa. 40 Og er hann hafði þetta mælt, syndi hann þeim
hendur sínar og fætur* *). 41 En er þeir enn þá trúðu ekki fyrir fögnuði og
voru fullir undrunar, sagði hann við þá: Hafið þér hér nokkuð til matar?
42 Og þeir fengu honum stykki af steiktum fiski. 43 Og hann tók það og neytti
þess frammi fyrir þeim.
44En hann sagði við þá: Þetta eru þau orð mín, sem eg talaði við yður,
meðan eg enn var með yður, að rætast ætti alt það, sem ritað er í lögmáli
Móse og spámönnunum og sálmunum um mig. 45Síðan lauk hann upp hug-
skoti þeirra, til þess að þeir skildu ritningarnar, 46og sagði við þá: Svo er
skrifað, að hinn Smurði eigi að líða og upp rísa frá dauðum á þriðja degi,
47og að boðað skuli verða í nafni hans öllum þjóðum iðrun og syndafyrir-
gefning — en byrjað í ]erúsalem. 48Þér eruð vottar þessara hluta. 49 Og sjá,
eg sendi fyrirheit föður míns yfir yður; en þér skuluð vera kyrrir í borginni,
unz þér íklæðist krafti frá hæðum.
§ 239. Jesús birtist postulunum í Galíleu.
170. Malt. 28i6—20
16En þeir ellefu lærisveinar fóru
til Galíleu, til fjallsins, sem Jesús
hafði boðið þeim. 17 Og er þeir sáu
hann, veittu þeir honum lotningu; en
nokkurir efuðust. 18 Og ]esús kom til
þeirra, talaði við þá og sagði: Alt
vald er mér gefið á himni og jörðu**).
19Farið því og kristnið allar þjóðir,
skírið þá til nafns föðurins og sonar-
ins og hins heilaga anda, 20og kennið
þeim að halda alt það, sem eg hefi
*) Versið vantar í sum elztu handrit. **) Sbr. Lúk. 1022a.
Lúk. 2436—í9. Sbr. ]óh. 2O19-23: 19 En er kveld var komið, þennan sama fyrsta dag
vikunnar, og dyrum hafði verið Iokað, þar sem Iærisveinarnir voru, af ótta við Gyöingana,
kom Jesús og stóð mitt á meðal þeirra og segir við þá: Friður sé með yður! 20 Og er hann
hafði mælt þetta, sýndi hann þeim hendurnar og síðuna. Lærisveinarnir urðu þá glaðir, er
þeir sáu drottin. 2i]esús sagði þá aftur við þá: Friður sé með yður! Eins og faðirinn hefir
sent mig, eins sendi eg líka yður. 22 Og er hann hafði þetta mælt, blés hann á þá og segir
við þá: Meðtakið heilagan anda. 23 Hverjum sem þér fyrirgefið syndirnar, þeim eru þær
fyrirgefnar, og hverjum sem þér synjið, þeim er synjað.
Matt. 2820. Sbr. ]óh. 1423: 23 ]esús svaraði og sagði við hann: Hver sem elskar mig,
mun varðveita mitt orð, og faðir minn mun elska hann, og til hans munum við koma og
gjöra okkur bústað hjá honum.
1107. Mark. 16is-is|
13Og hann sagði við þá:
Farið út um allan heiminn og prédikið
gleðiboðskapinn allri skepnu.
27