Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Page 226
§ 239 03 240
210
Matt. 28
[Mark. 16]
boðið yður*). Og sjá, eg er með yður
alla daga alt til enda veraldarinnar.
16Sá, sem trúir og verður skírður,
mun hólpinn verða, en sá, sem ekki
trúir, mun fyrirdæmdur verða. 17 En
þessi tákn skulu fylgja þeim, er trúa:
í mínu nafni munu þeir reka út illa
anda, tala nýjum tungum, 18taka upp
höggorma**); og þó að þeir drekki
eitthvað banvænt, þá mun það alls ekki
saka þá; og þeir munu leggja hendur
yfir sjúka, og þeir munu verða heilir.
240. Himnaförin.
[108. Mark. 16ig—20]
19 Og síðan var drottinn Jesús, eftir
að hann hafði talað við þá, upp
numinn til himins og settist til Guðs
hægri handar.
20 En þeir fóru út og pré-
dikuðu alstaðar, og var drottinn í
verki með þeim og staðfesti orðið með
táknunum, er samfara voru. Amen.
161. Lúk. 2450—53
50 Og hann fór með þá út í nánd
við Betaníu, og hann hóf upp hendur
sínar og blessaði þá. 51 Og meðan
hann var að blessa þá, skildist hann
frá þeim og varð upp numinn til
himins***). 52 Og þeir tilbáðu hann
og****) sneru aftur til Jerúsalem með
miklum fögnuði. 53 Og þeir voru stöð-
ugt í helgidóminum og lofuðu Guð.
*) Eða: Farið því og gjörið allar þjóðirnar að lærisveinum, með því að skíra þá
til nafns föðurins, scnarins og hins heilaga anda og með því að kenna þeim o. s. frv.
**) Sbr. Lúk. IO19.
***) Orðin: „og varð upp numinn til himins" vantar í sum elztu handrit.
****) Orðin: „tilbáðu hann og“ vantar í sum elztu handrit.
Lúk. 2450—53. Sbr. Post. I9—12: 9Og er hann hafði talað þetta, varð hann upp numinn,
að þeim ásjáandi, og ský nam hann frá augum þeirra. 10 Og er þeir störðu til himins, þegar
hann fór burt, sjá, þá stóðu tveir menn hjá þeim í hvítum klæðum, 11 er sögðu: Galíleu-
menn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi ]esús, sem var upp numinn frá yður til
himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins. — 12 Þá sneru þeir aftur til
Jerúsalem frá Olíufjallinu, sem svo er nefnt og er í nánd við Jerúsalem, hvíldardagsleið þaðan.