Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 7
5
vetur 1954—55 varð hlé á nefndarstörfum, enda voru tveir
nefndarmanna fjarverandi, þeir próf. Leifur Ásgeirsson og
próf. Ármann Snævarr. Dróst svo nokkuð á langinn, að verk-
inu yrði lokið. Samkvæmt ósk háskólarektors skipaði þáver-
andi menntamálaráðherra, Bjarni Benediktsson, mann í nefnd-
ina af hálfu ráðuneytisins, dr. Benjamín Eiríksson, og tók
hann forsæti í nefndinni en ritari hennar frá upphafi var
Ármann Snævarr. Þá óskaði Þorkell Jóhannesson, er hann
hafði tekið við rektorsstarfi, að vera leystur frá störfum í
nefndinni og tók þá próf. Steingrímur J. Þorsteinsson sæti
hans. Lauk nefndin við verk sitt um síðustu áramót. Frumvarpið
var síðan afgreitt 29. maí. Jafnframt voru þá felld úr gildi
18 lög og lagaákvæði varðandi háskólann. Ég skal ekki fjöl-
yrða hér um háskólalögin nýju, enda munu ýmsum í fersku
minni umræður um þau á síðastliðnu vori. Hér er að sjálf-
sögðu byggt á eldri háskólalögum um megin skipan háskól-
ans, markmið hans og starf. Nýmæli er það, að háskóla-
rektor skal boða fulltrúa stúdentaráðs á fundi í háskólaráði,
þar sem fjallað er um málefni, er varða stúdenta almennt.
Sömuleiðis skulu nemendafélög háskóladeilda eiga fulltrúa á
deildarfundum, þar sem rædd eru mál sem varða nemendur
deildarinnar almennt. Er þess að vænta, að ákvæði þessi verði
til bóta. Þykir fyrirkomulag þetta hafa gefið góða raun þar
sem það hefur reynt verið við háskóla á Norðurlöndum, eink-
um í Noregi, enda að sjálfsögðu æskilegt, að stúdentarnir
fylgist vel með um allt, er varðar nám þeirra og aðstöðu í
skólanum. Hins vegar er eðlilegt og að líkindum nauðsynlegt,
að nokkru fastari og haganlegri skipan verði komið á starf-
semi stúdentaráðsins og deildarfélaganna, en hingað til hefir
þetta verið nokkuð laust í reipunum. Nokkrar umræður urðu
á Alþingi um það, hvort heimila ætti í lögum þessum að tak-
marka aðgang að einstökum háskóladeildum og sömuleiðis
um eftirlit með námsástundan nemenda. Hið fyrrnefnda hef-
ir í lögum verið rúm 20 ár eða lengur og því ekkert nýmæli,
þótt aldrei hafi því beitt verið af almennum ástæðum. Er
og vonandi, að ekki þurfi til þess að taka. Hins vegar hefir