Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 11
9
hingað kom á vegum heimspekideildar vegna doktorsprófs
Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar. Dr. Jan Petersen var
fenginn til þess að vera annar andmælandi við doktorsvörnina,
en hann er einn kunnasti sérfræðingur á Norðurlöndum í forn-
menjafræði víkingaaidar. Þá hafa kennarar skólans sótt á
þessu ári svo sem venja er til ýmis mót og ráðstefnur fræði-
manna í ýmsum löndum, sem of langt yrði upp að telja. Slíkar
ferðir eru jafnan gagnlegar og í rauninni gildur þáttur í vís-
indalegu og menningarlegu samstarfi við þær þjóðir, sem vér
íslendingar stöndum í nánustum tengslum við. Vil ég sér-
staklega þakka þann stuðning, sem háskólinn nýtur og hefir
notið nokkur undanfarin ár af hálfu híkisins og gert hefir
honum fært að sinna nokkuð þessu mikilsverða hlutverki.
Ég get ekki skilizt við þessa frásögn um hagi háskólans á
liðnu skólaári án þess að minnast nokkuð á húsagerð, sem
skólann varðar, og svo landrými skólans, sem mjög er hvað
öðru tengt. Undanfarin ár hefir háskólinn hvað eftir annað
sótt um leyfi til þess að mega hefja smíði húss yfir náttúru-
gripasafn, en því hefir verið ákveðinn staður við Suðurgötu,
við hliðina á íþróttahúsi háskólans. Þegar útséð þótti um það
í vor, að leyfið fengist á þessu ári og mestar horfur á, að
málið myndi enn dragast mörg ár, var að því ráði horfið í
samráði við forstöðumenn náttúrugripasafnsins og mennta-
málaráðuneytið að reyna að festa kaup á húsnæði, sem nægt
gæti safninu um nokkurt árabil til nauðsynlegrar aðstöðu við
dagleg störf safnvarða og geymslu náttúrugripa og annarra
safnmuna, en fyrir hvorugu þessu varð lengur séð til nokk-
urrar hlítar í núverandi húsakynnum safnsins. Réðst svo, að
háskólinn keypti hæð í húsi því, sem kennt hefir verið við
Svein Egilsson, inn við Hlemmtorg, og er nú unnið að því
að undirbúa nauðsynlega innréttingu í húsnæði þessu. Er þess
að vænta, að til þess fáist nauðsynlegt fjárfestingarleyfi sem
fyrst, því mikil þörf er á því, að verkinu verði lokið án
langrar tafar, helzt eigi síðar en á næsta vori. Þá hefir há-
skólanum verið sagt upp húsrými fyrir efnafræðikennslu, sem
hann hefir haft í húsi Atvinnudeildar háskólans. Með stofnun
2