Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 58
56
I. Refsiréttur: Lýsið í megindráttum þeim sakfræðilegu rök-
um, sem reglurnar um skilorðsdóma eru reistar á, og
skýrið síðan íslenzkar réttarreglur um skilorðsdóma að
efni til.
II. Réttarfar: Ákæruvaldið, skipan þess og starfsreglur.
III. Raunhæft verkefni, sem ekki er skráð hér.
Fyrri hluti.
I lok fyrra misseris luku 3 stúdentar fyrra hluta embættis-
prófs í lögfræði:
Skriflega prófið fór fram 7., 9., 11., 13. og 15. janúar.
Verkefni voru þessi:
I. Fjármunaréttur I: Hvaða áhrif hefur það á skaðabóta-
kröfu, að tjónþoli stuðli sjálfur að tjóninu?
II. Fjármunaréttur II: Eignarnám.
III. Sifja-, erfða- og persónuréttur:
1. Lýsið í megindráttum reglunum um forræði maka á
hjúskapareign sinni og berið þær saman við reglur
um forræði maka á séreign sinni.
2. Að hverju leyti koma aðrar réttarreglur til greina um
löggerninga manns, sem sviptur er fjárræði, en um
löggerninga manns, sem er ófjárráður sakir æsku.
3. A, 19 ára, selur B bifhjól sitt. Hvaða atvik geta legið
til þess, að gerningurinn sé gildur?
IV. Stjórnskipunar- og stjórnarfarsréttur: Gerið grein fyrir
réttarstöðu ráðherra.
V. Raunhæft verkefni, sem ekki er skráð hér.
1 lok síðara misseris luku 9 stúdentar fyrra hluta embættis-
prófs í lögfræði.
Skriflega prófið fór fram 2., 5., 7., 10. og 12. maí.
Verkefni voru þessi:
I. Fjármunaréttur I: Hvaða áhrif hefur það, ef loforð er
ekki í samræmi við vilja loforðsgjafa?
II. Fjármunaréttur II: Hverjar reglur gilda, ef lausafjár-