Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 72
70
X. STYRKVEITINGAR
Ríkisstjórnin veitti 5 stúdentum styrk til náms í íslenzkum
fræðum með sama hætti sem fyrr, 12.500 kr. hverjum. Styrk-
þegarnir voru: Pcttrice Abensour frá Frakklandi, Brian Dods-
worth frá Bretlandi, Helena Kadeckova frá Tékkóslóvakíu, Fritz-
Rudolf Nebel frá Sambandslýðveldinu Þýzkalandi og Tryggve
Nesset frá Noregi.
Á þessu skólaári voru styrkir veittir úr sjóðum háskólans:
Úr Prófgjaldasjóði: Stúdentaráði 10000 kr. til starfsemi sinn-
ar, til formannaráðstefnu 7500 kr. og vegna Þýzk-skandínavísks
móts 1500 kr. Orator, félagi laganema, 4000 kr. rekstrarstyrkur,
5000 kr. til stúdentaskipta, 3000 kr. til Oslóarferðar og 3000
kr. til útgáfu „Úlfljóts“. Félagi læknanema 10000 kr. til stúdenta-
skipta við Bandaríkin, 9000 kr. til stúdentaskipta við Þýzka-
land og 3000 kr. útgáfustyrkur til „Læknanemans“. Söngfé-
lagi háskólans 2500 kr. Til þátttöku í heimsmóti stúdenta í skák
í Búlgaríu 5000 kr. Iþróttafélagi stúdenta 2500 kr. Til Norræns
sumarháskóla 4000 kr. Til tónlistarkynningar kr. 10583.68.
Úr Almanakssjóði: Próf. Trausta Einarssyni til greiðslu kostn-
aðar við bergsegulmælingar 5000 kr„ til Þorsteins Sæmunds-
sonar til framhaldsnáms í stjörnufræði og jarðeðlisfræði 20000
kr„ til Islenzka stærðfræðafélagsins 2500 kr.
Úr Minningarsjóði Hannesar Hafsteins voru stud. jur. Auði
Þorbergsdóttur veittar 1000 kr. og stud. med. Þóreyju Sigur-
jónsdóttur 550 kr.
Úr Minningarsjóði Hins íslenzka kvenfélags voru stud. med.
Þóreyju Sigurjónsdóttur veittar 425 kr.
Úr Styrktarsjóði Jóhanns Jónssonar voru stud. mag. Solveigu
Kolbeinsdóttur og stud. mag. Birni J. Jónssyni veittar 700 kr.
hvoru.
Úr Minningarsjóði Jóns prófasts Guðmundssonar voru stud.
oecon. Unnari Stefánssyni veittar 500 kr.
Úr Minningarsjóði Þórunnar og Davíðs Schevings Thorsteins-
sonar var greidd húsaleiga í stúdentagarði fyrir 4 stúdenta í 8
mánuði, læknanemana Guðmund Þórðarson, Helga Zoega og