Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 101
99
fremur skal leita umsagnar stjómar í deildarfélagi stúdents, áður en
brottrekstur er ráðinn samkvæmt 2. málsgr.
Brottrekstur skal þegar í stað tilkynna menntamálaráðuneytinu.
Stúdent er heimilt að skjóta úrskurði háskólaráðs til Hæstaréttar
eftir reglum um kæru í opinberum málum innan 4 vikna frá því, að
honum barst tilkynning um úrskurðinn. Kæra frestar framkvæmd
úrskurðar, en stúdent má þó ekki ganga undir próf, fyrr en úrlausn
Hæstaréttar er fengin, sem hrindir úrskurði háskólaráðs, ef því er
að skipta.
Nú tekur stúdent sig á, og er háskólaráði þá heimilt að fella brott
fyrri úrskurði um brottrekstur.
36. gr.
Nú er hafin réttarrannsókn gegn skrásettum háskólastúdent fyrir
háttsemi, sem talin er varða við almenn hegningarlög, og skal dóm-
ari þá tilkynna það rektor þegar í stað. Rektor eða fulltrúa hans er
heimilt að vera viðstaddur dómþing, þegar svo stendur á.
Nú verður skrásettur stúdent sekur að lagadómi um verk, sem sví-
virðilegt er að almenningsáliti, og er hann þá rækur.
6. Lok skólavistar.
37. gr.
Afskipti háskólans af háskólastúdent hætta, er stúdent lýkur fulln-
aðarprófi í grein sinni. Nú tilkynnir stúdent, að hann sé hættur námi
við háskólann, og skal þá má nafn hans af stúdentatali skólans. Þá
skal má nafn stúdents af stúdentatali skólans, hafi hann ekki að
dómi háskóladeildar sótt háskólann tvö kennslumisseri samfleytt, þó
skal það ekki gert, þótt hann sé fjarverandi allt að fjögur misseri,
hafi hann fyrir fram tilkynnt háskóladeild sinni fjarveru sína.
d. Kennsluhœttir, tímasókn þeirra, sem ekki eru skrásettir í skólanum.
38. gr.
Kennsla fer fram með fyrirlestrum, samtölum, æfingum og á nám-
skeiðum, og skal leggja til grundvallar náminu prentaðar bækur eða
fjölritaðar, svo sem til vinnst.
39. gr.
Fyrirlestrar, æfingar og námskeið eru fyrir skrásetta stúdenta, en
kennara er heimilt að veita öðrum kost á að sækja slíka kennslu,
nema háskólaráð mæli öðruvísi fyrir.