Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 114
112
2. Kennslugreinar í viöskiptadeild eru þessar:
1. Þjóðhagfræði almenn.
2. Þjóðhagfræði hagnýt.
3. Rekstrarhagfræði almenn.
4. Rekstrarhagfræði sérgreind.
5. Fjármálafræði.
6. Islenzk haglýsing.
7. Lögfræði.
8. Bókfærsla, endurskoðun og skattaskil.
9. Reikningshald.
10. Tölfræði.
11. Viðskiptareikningur.
12. Enska.
13. Vélritun.
í báðum deildum skulu vera skriflegar æfingar í þeim greinum,
sem sérstakt skriflegt próf er haldið í.
49. gr.
Embættispróf í lögfræöi.
Embættisprófinu skal skipt í tvennt, fyrra hluta og síðara hluta.
Prófgreinar í fyrra hluta eru þessar:
1. Fjármunaréttur, tvö skrifleg og eitt munnlegt próf.
2. Sifjaréttur, erfðaréttur og persónuréttur, skriflegt og munnlegt
próf.
3. Stjómskipunar- og stjómarfarsréttur, skriflegt og munnlegt próf.
4. Raunhæft úrlausnarefni, þar sem reynir á atriði úr 1.—3. próf-
grein fyrra hluta, skriflegt próf.
Áður en stúdent segir sig til fyrra hluta prófsins, skal hann leggja
fram skilríki fyrir því, að hann hafi staðizt próf í almennri lögfræði,
þjóðhagfræði og bókfærslu. Til þess að standast próf í almennri lög-
fræði, þarf stúdent að sýna slíka þekkingu á prófi, að virt verði til
lægstu I. einkunnar hið minnsta. Kostur er að áskilja svipaða lág-
markseinkunn við próf í þjóðhagfræði og bókfærslu með einróma sam-
þykkt kennara í laga- og viðskiptadeild, enda sé slík samþykkt birt
nemendum á tryggilegan hátt.
Prófgreinar í síðara hluta prófsins eru þessar:
1. Refsiréttur, skriflegt og mimnlegt próf.
2. Réttarfar, skriflegt og munnlegt próf.
3. Réttarsaga, munnlegt próf.
4. Sjóréttur og félagaréttur, munnlegt próf.
5. Þjóðaréttur og alþjóðlegur einkamálaréttur, munnlegt próf.