Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 138
136
starfsemi innan háskólans. Var skipuð nefnd til að athuga ýmsar
hliðar þessa máls, t. d. hina fjárhagslegu hlið, húsnæði, leikkrafta
innan skólans o. s frv. í nefnd þessari eiga sæti: Bernharður Guð-
mundsson, stud. theol., Kristinn Kristmundsson, stud. mag., og Magnús
Stefánsson, stud. med. Nefndin hefur nú skilað skriflegu áliti til
stúdentaráðs.
írskur leikflokkur.
Um áramót s. 1. barst stúdentaráði boð um að vera aðili að mót-
töku írsks stúdentaleikflokks, sem hafði í hyggju að koma hingað
til lands og sýna írsk leikrit. Var hér um að ræða leikflokk stúdenta
frá háskólanum í Dyflinni, en mikið leiklistarlíf er við þann háskóla
og er þar starfandi leikfélag, sem hefur getið sér gott orð. Stúdenta-
ráð tók þessu boði, en aðrir aðilar, sem að heimsókninni stóðu, voru
Bandalag íslenzkra leikfélaga og Irska félagið.
Leikflokkur þessi kom síðan hingað til lands um miðjan marz-
mánuð og sýndi hér fjóra einþáttunga eftir írsk öndvegisleikrita-
skáld, ,,The Kiss“ eftir Austin Clarke, ,,The Cat and the Moon“ eftir
Yeats, ,,The Rising of the Moon“ eftir Lady Gregory og „Riders to
the Sea“ eftir Synge. Leiksýningar þessar vöktu allmikla athygli
hér í bænum, en auk þess var sýnt á nokkrum öðrum stöðum í ná-
grenni bæjarins. Eftir seinustu sýningu stúdentanna hélt stjórn
stúdentaráðs leikflokknum kveðjusamsæti og færði fararstjóra leik-
aranna áletraða fánastöng að gjöf. Var hér um skemmtilega ný-
breytni að ræða í starfsemi stúdentaráðs.
Ferðaþjónusla slúdenta.
Ferðaþjónusta stúdenta var starfrækt allt síðastliðið kjörtímabil.
Snemma á skólaárinu voru þeir Hörður Sævaldsson, stud. odont.,
Jóhannes Helgason, stud. jur., og Bolli Gústavsson, stud. theol., kosnir
í ferðamálanefnd. Störfuðu þeir Hörður og Jóhannes við ferðaþjón-
ustuna fram undir miðjan maímánuð, en þá samþykkti stúdentaráð
að opna ferðaskrifstofu og ráða henni fastan starfsmann, svo sem
gert hafði verið sumarið áður. Ákveðið var, að skrifstofan skyldi opin
sex tíma í viku, og Magnús Þórðarson, stud. jur., valinn til þess að
veita henni forstöðu.
Ferðaþjónustan starfaði að mestu á sama sviði og árið áður, þ. e.
a. s. á grundvelli samnings, sem stúdentaráð gerði í formannstíð
Bjarna Beinteinssonar við ferðaþjónustu stúdenta á Norðurlöndum
(S.S.T.S.). Markmið þeirra samtaka er að skipuleggja ódýrar ferðir
skólafólks milli landa. Hafa þau nú opnað skrifstofur víða um heim
og tekizt að ná ágætum samningum við skipafélög, flugfélög og járn-