Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 24
22
Prófessor, dr. ólafur Lárusson stofnaði sjóð við háskólann
með bréfi 9. maí 1958 með 12.000 kr. framlagi til minningar
um konu sína, frú Sigríði Magnúsdóttur, og skal af tekjum hans
styrkja efnilega kvenstúdenta, einkum í lögfræði.
Gjöld af dagatölum
voru með bréfi menntamálaráðuneytis frá 28. nóv. 1957
hækkuð úr 16% eyri í 55 aura af hverju dagatali. Gjöld þessi
renna í Almanakssjóð.
Lög um breyting á lögum um Almanakssjóð.
Með lögum nr. 35, 24. maí 1958, var breytt lögum um Al-
manakssjóð nr. 25, 27. júní 1921, einkum að því er það varðar,
hvernig verja megi fé sjóðsins. Lögin eru birt í Stjórnartíðind-
um 1958, A, bls. 86, og eru þau prentuð á bls. 86 hér á eftir.
IV. KENNARAR HÁSKÓLANS
Kennarar í guðfræðideild og kennslugreinar þeirra:
Prófessorar:
Björn Magnússon: Kristileg siðfræði, kennimannleg guðfræði
(helgisiðafræði, trúkennslufræði, verklegar æfingar í barna-
spurningum), Nýjatestamentisfræði (trúarsaga Nýja testa-
mentisins, ritskýring Jóhannesarguðspjalls og Jóhannesarbréfa,
Hebreabréf), æfingar í bréfa- og skýrslugerð presta.
Sigurbjörn Einarsson: Kristileg trúfræði, almenn trúarbragða-
fræði, kennimannleg guðfræði (prédikunarfræði, sálgæzlufræði,
verklegar æfingar í ræðugerð), Nýjatestamentisfræði (ritskýr-
ing Opinberunarbókarinnar).
Magnús Már Lárusson: Kirkjusaga, Nýjatestamentisfræði
(Inngangsfræði Nýja testamentisins, ritskýring Postulasögu og
Pálsbréfa annarra en hirðisbréfa).
Þórir Kr. Þórðarson: Gamlatestamentisfræði (ritskýring, trú-
arsaga Israels, Inngangsfræði Gamla testamentisins, Israels-