Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 148
146
3. Stúdentaráð sótti um styrk til Menntamálaráðuneytis s. 1. vetur
til að standa straum af kostnaði við Norrænu formannaráðstefnuna,
sem hér var haldin í febrúar. Menntamálaráðuneytið varð við þessari
beiðni stúdentaráðs og veitti styrk að upphæð kr. 3.707,00.
Húsnœðismál.
Enn kom það til umræðu við rektor, hvort ekki væri unnt, að
stúdentar fengju eitthvert afdrep í háskólanum, þar sem hægt væri
að setja upp kaffistofu og húsnæði, sem deildarfélög fengju til af-
nota. Húsnæðið í kjallara háskólabyggingarinnar, þar sem hús-
mæðrakennaraskólinn var til húsa, mun verða notað til kennslu í
lyfjafræði lyfsala. Hins vegar er talið, að eitthvað muni leysast úr
þessum málum, þegar lokið er þeirri viðbótarbyggingu, sem hafin
er við íþróttahús háskólans.
Er mjög nauðsynlegt að lausn fáist á þessum málum, því að mjög
bagalegt er fyrir stúdenta að hafa ekkert afdrep, þar sem þeir geta
fengið hressingu. Mötuneytið á Gamla Garði fullnægir engan veginn
þeirri þörf og getur raunar ekki komið í staðinn fyrir slíka kaffi-
stofu. Ennfremur er mjög bagalegt, að deildarfélög skuli ekki einu
sinni hafa skápa til afnota, þar sem unnt er að geyma fundargerðar-
bækur eða önnur gögn, sem tilheyra starfsemi þeirra.
Samkeppni um nýjan blaðhaus á Stúdentablað.
Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni meðal drátthagra
stúdenta um nýjan blaðhaus á Stúdentablað, því að menn eru löngu
orðnir leiðir á hinum gamla.
Uppdráttum skal skilað fyrir 15. nóv. næstkomandi í hendur rit-
stjórnar, sem jafnframt er dómnefnd.
Fyrirlestrar.
Stúdentaráð hélt áfram þeirri starfsemi, er hófst s. 1. vetur, að fá
erlenda menntamenn, sem hér eru á ferð, til að flytja fyrirlestra á
vegum ráðsins. Stúdentaráð fékk s. 1. vetur tvo slíka, er fluttu fyrir-
lestra fyrir stúdenta í háskólanum.
Þann 4. nóv. s. 1. hélt ungverska skáldið og rithöfundurinn György
Faludy fyrirlestur um Ungverjaland og svaraði síðan fyrirspurnum.
Faludy er í stjórn félags ungverskra rithöfunda í útlegð, sem gefa
út tímaritið Irodalmi Ujság, en það var áður gefið út af hinum fræga
Petöfiklúbb í Búdapest. Var hér um mjög athyglisverða kvöldstund
að ræða og þeir, er sóttu fyrirlesturinn, urðu margs vísari um land
og þjóð.
Mánudaginn 17. febrúar s. 1. hélt ungur menntamaður, Alexander
Dolberg (David Burg) að nafni, fyrirlestur á vegum stúdentaráðs.