Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 136
134
4) Stúdentaráð sá um útvarpsdagskrá í Ríkisútvarpinu síðasta
vetrardag. Dagskrá þessa annaðist sérstök nefnd, er stúdentaráð kaus.
I henni áttu sæti: Bragi Steinarsson, stud. jur., Guðrún Erlends-
dóttir, stud. jur., Bernharður Guðmundsson, stud. theol., Sibyl Ur-
bancic, stud. philol., og Kristinn Kristmundsson, stud. philol.
5) Stúdentaskemmtun var haldin á vegum stúdentaráðs í Tjarnar-
café laugardaginn 4. okt. 1958 og var hún mjög fjölsótt.
Happdrœttismálið, — bygging stúdentagarðs.
Stúdentaráð þreifaði fyrir sér um möguleika á heppilegum happ-
drættisvinningi í happdrætti til f járöflunar vegna stúdentagarðanna.
Synjað var um innflutningsleyfi á bifreið, sem vera skyldi vinningur,
og varð því ekki af framkvæmdum.
Áramótafagnaður í anddyri skólans.
Skv. tillögu frá meirihtluta ráðsins var sem fyrr farið fram á, að
stúdentar fengju að halda áramótafagnað í anddyri skólans eins og
tíðkaðist áður fyrr. Háskólaráð synjaði þessari málaleitan. Stúdentar
telja sig ekki geta fallizt á rök háskólaráðs fyrir synjuninni, en benda
hinsvegar á, að hér er opin leið til mikillar tekjuöflunar, t. d. fyrir
stúdentagarðana, auk þess sem slíkar hátíðir tíðkast víða í háskólum
erlendis og þykja til engrar vansæmdar.
Lánasjóður stúdenta.
Fjárskortur háði mjög starfsemi lánasjóðsins á árinu 1957—1958.
Haustúthlutun.
Til útlána voru samtals kr. 400.000,00, þar af kr. 350.000,00 fyrir-
framgreiðsla af f járveitingu fyrir árið 1958.
Alls bárust 169 umsóknir, eða fleiri en nokkru sinni áður. Ákveðið
var að hafa lánaflokka tvo, I. fl. kr. 4.500,00, II. fl. kr. 2.500,00.
Veitt voru 121 lán og varð því að synja mjög mörgum stúdentum.
Þótti það ráðlegra en að veita öllum einhverja úrlausn, því að þá hefði
of lítið komið í hvern stað.
Vorúthlutun.
Fyrir þessa úthlutun tókst að útvega lán að upphæð kr. 150.000,00,
svo að alls hafði sjóðurinn til umráða kr. 450.000,00.
Umsóknir bárust frá 147 stúdentum og tókst ekki að veita þeim
öllum lán.
Lánaflokkar voru ákveðnir tveir. I. fl. kr. 4.500,00 og II. fl., kr.
2.400,00.
Veitt voru 134 lán, en 13 var synjað.