Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 85
83
XIII. SKÝRSLA
HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLA ÍSLANDS 1957
Hlutatala í happdrættinu var árið 1957 óbreytt frá fyrra ári, 40.000
númer. Hins vegar var sú breyting gerð, að verð miðanna var tvö-
faldað, og kostaði heill hlutur nú 40 krónur á mánuði. Hafði verð
hlutanna verið óbreytt frá því í ársbyrjun 1951 og var þannig á síð-
asta ári fjarri því að vera í samræmi við verðlag í landinu. Vinn-
ingaskránni var breytt þannig, að lægstu vinningarnir, 300 kr. og
500 kr., voru alveg felldir niður, svo og 2000 kr. vinningarnir. Var
nú enginn vinningur lægri en 1000 kr. Þá voru á vinningaskránni
2 vinningar á 1/2 milljón kr., annar í 1. flokki, hinn í 12. flokki.
Vinningar voru samtals 10.000. Þessari nýbreytni var ágætlega tekið
af viðskiptamönnum, og seldust talsvert fleiri miðar en árið áður.
Sala hlutamiða á árinu var sem hér segir, talin i fjórðungum (til-
svarandi tölur 1956 í svigum). Sala var mest í 2. flokki.
2. flokkur: 150256 fjórðungar eða 93.91%.
12. — 147998 (140977) fjórðungar eða 92.5% (88.1%).
Sala í stærstu umboðunum í 12. flokki:
Reykjavík 93047 (88538) fjórðungar
Akureyri 8431 (7841) —
Hafnarfjörður 6356 (5965)
Vestmannaeyjar 3843 (3561)
Siglufjörður 3714 (3752)
Keflavík 3206 (3262)
Akranes 3077 (2905)
ísafjörður 2260 (2160)
Neskaupstaður 1745 (1638) —
Stykkishólmur 1683 (1683)
Selfoss 1281 (1264) —
í 10 stærstu umboðunum utan Reykjavíkur voru því seldir 35596
(34031) fjórðungar, en í hinum umboðunum 19355 (18408) fjórð-
ungar.
Pyrir selda hlutamiða voru greiddar kr. 17.943.610,00 (8.512.785,00).
Viðskiptamenn hlutu í vinninga kr. 12.300.775,00 (5.988.100,00).
Ágóði af rekstri happdrættisins var kr. 3.326.321,79 (1.229.853,36).
Kostnaður við rekstur happdrættisins, annar en umboðslaun, varð kr.
961.928,51 (638.896,09) eða 5.36% (9%) af tekjum happdrættisins.
Pétur Sigurösson.