Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 18
16
nauðsyn þessara framkvæmda og studdu þær drengilega, er
þeir fundu, að forustan var örugg. Ég er þess fullviss, að þegar
hið forna merki stúdentanna verður reist við og borið að nýju
fram í sókn fyrir hagsmunamálum þeirra, sem í rauninni varða
allan landsiýðinn, þá mun ekki skorta á fulltingi mikils fjölda
manna, hvar í stétt sem er, sem sjá og skilja, að hér er verið
að vinna þjóðnytjaverk. Ég minntist áðan á það, að við Islend-
ingar ættum þvi láni að fagna að eiga stórt og að nokkru leyti
ónumið land. Stundum finnst okkur nóg um það, hversu margt
kallar að í einu og hversu margt verður að bíða seinni tíma,
sem helzt ætti þó að gera strax. Slíkt skiptir þó minnstu máli.
Mestu varðar að þjóð vor er vaxandi þjóð, land vort batnandi
land með nóga úrkosti um langa framtíð. Látið vissuna um
þetta, skilninginn á aðstöðu og hlutverki landnámsmannsins
vera ykkur leiðarljós hér í þessum skóla og í viðhorfi ykkar
til ævistarfsins síðar. Hér hafa verið unnin stórvirki, en miklu
stærri og meiri afrek bíða framundan. Gerið þátt ykkar í
framförum og umbótum komandi ára stóran og heilladrjúgan.
Minnizt orða landnemans og stórskáldsins Stephans G. Steph-
anssonar:
Það að vaxa og verða að liði
mannsins hæsta hlutverk er.
Ég hefi lokið máli mínu.
Nýstúdentar, ég bið ykkur að koma til mín og veita borgara-
bréfum ykkar viðtöku, svo sem venja er til.
III. GERÐIR HÁSKÓLARÁÐS
Háskólaráð.
Ákveðið var, að um kjör deildarforseta háskólaráðs 1957—58
færi eftir eldri háskólalögunum, enda fóru þær kosningar fram
fyrir gildistöku háskólalaganna nr. 60/1957, sbr. og 13. gr.
þeirra laga. Samkvæmt 4. gr. háskólalaga 60/1957 skal full-