Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 116
114
urskoðun og skattaskilum, skal hann hafa lokið prófi í almennri bók-
færslu. Eftir að stúdent hefur tekið þátt í æfingum þessum, er hon-
um heimilt að ganga undir próf í greininni, hvenær sem er.
Áður en stúdent segir sig til fullnaðarprófs, skal hann afhenda
prófritgerð sína vélritaða og leggja fram skilríki um, að hann hafi
tekið þátt í æfingum í eftirtöldum greinum:
1. Rekstrarhagfræði, m. a. haldið eitt erindi og afhent kennaranum
það vélritað.
2. Þjóðhagfræði, m. a. haldið eitt erindi og afhent kennaranum það
vélritað.
3. Verklegri bókfærslu, endurskoðun og skattaskilum, m. a. tekið
þátt í a. m. k. 12 verklegum æfingum.
4. Ensku, m. a. leyst úr 25 skriflegum verkefnum.
Við ákvörðun aðaleinkunnar hafa einkunnir í 1., 2., 4., 5. og 11.
prófgrein tvöfalt gildi.
D. Heimspekideild.
51. gr.
Kennsla í heimspekideild.
í heimspekideild skal kennt:
1. Heimspeki.
a. í forspjallsvísindum almenn sálarfræði, rökfræði og annaðhvort
undirstöðuatriði siðfræðinnar eða valdir kaflar úr heimspeki-
sögunni. Kennslan er bókleg og fer fram í fyrirlestrum og
samtölum.
b. Almenn heimspeki. Kennslan fer fram í fyrirlestrum.
c. Uppeldisfræði. Kennslan fer fram í fyrirlestrum og með verk-
legum æfingum. Skal henni hagað þannig, að farið sé yfir
námsefni til prófs í uppeldisfræðum á tveimur kennslumiss-
erum.
2. íslenzk málfræði. Kennslan miðar að því að veita nemendum
nákvæma þekkingu á öllum greinum íslenzkrar málfræði, og skal
sérstaklega æfa nemendur í málfræði við lestur og skýring ís-
lenzkra rita, fornra og nýrra. Þá skal og veitt kennsla í öðrum
germönskum málum, einkum gotnesku.
3. íslenzkar bókmenntir, skýring og saga. Kennslan miðar að því
að veita nemendum nákvæma þekkingu á bókmenntum íslend-
inga frá elztu tímum til vorra daga.
4. Saga og menningarsaga íslendinga. Kennslan miðar að því að
veita nemendum nákvæma þekkingu á sögu íslands að fornu og
nýju.