Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 111
109
aðgang að námi í lyfjafræði lyfsala. Deildin getur þó sett lágmarks-
einkunnir í einstökum greinum sem skilyrði inntöku. Enn fremur
getur deildin takmarkað fjölda stúdenta, sem veittur er aðgangur að
náminu hverju sinni.
b. Kennslugreinar og kennsluhœttir.
1. Námstimi og kennsluhœttir.
Nám í lyfjafræði lyfsala við Háskóla íslands miðast við þrjú
kennsluár, og eru próf í lok hvers kennslutímabils.
Kenna skal fræðileg undirstöðuatriði lyfjafræði lyfsala, bókleg og
verkleg. Lýkur því námi með fyrra hluta prófi, og öðlast sá, sem
stenzt það próf, lærdómstitilinn examinatus pharmaciae.
2. Kennslugreinar.
Á fyrsta kennsluári skal kenna:
Lyfjagerðarfræði (pharmacia), efnafræði (ólífræn efni), latínu,
verðlagningu lyfja, lyfjalöggjöf (lyfjalögfræði) og galenska lyfja-
gerð með verklegum æfingum.
Að loknu fyrsta kennsluári skal stúdent vistaður til verklegs náms
í lyf jabúð og Lyf javerzlun ríkisins í samráði við aðalkennara (dósent)
í lyfjafræði lyfsala. Stúdent skal stimda hið verklega nám frá 15. júní
til 15. sept. næsta ár með tveggja vikna sumarleyfi hvort árið. Stúd-
ent má leysa verklegt nám af hendi á fleirum en einum stað í sam-
ráði við og með samþykki aðalkennara.
Á þriðja námsári skal kenna:
Efnafræði (lífræn efni), lyflýsingafræði, grasafræði, rekstrarfræði
lyfjabúða, efnagreiningu og vörufræði með verklegum æfingum og
efnafræði með verklegum æfingum.
c. Verklegt nám.
Við verklegt nám utan háskólans skal stúdent starfa sem hér seg-
ir: í lyfjabúri 4 mánuði, að afgreiðslustörfum og hreinsun íláta 2
mánuði, að galenskri lyf jagerð, þar með talin töflu-, kymi- og stungu-
lyfjagerð og störf í rannsóknarstofu 6y2 mánuð og við áfyllingar og
birgðaeftirlit 1% mánuð.
í byrjun annars námstímabils eru stúdent afhentar tvær verkefna-
skrár, A og B, yfir verkefni (samsetningar), er hann skal leysa á
verknámstíma sínum. Á verknámstíma utan háskólans skal stúdent
og færa dagbók og vinnustofubók. Nánari ákvæði um tilhögun þess-
ara verkefna eru sett með sérstakri samþykkt læknadeildar.
Stúdent skilar dagbók og vinnustofubók, er hann segir sig til mið-
prófs.