Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 149
147
Fyrirlesturinn nefndist Soviet academic youth. Fyrirlesari svaraði
síðan fyrirspurnum á eftir og spunnust af fróðlegar og fjörugar um-
ræður. Alexander Dolberg er rússneskur stúdent, lauk prófi við
Moskvuháskóla 1956 og fékkst við bókmenntastörf í heimalandi sínu,
þar til hann flýði til Vestur-Þýzkalands.
Álag á námsmannagjaldeyri.
Þann 17. maí kom stúdentaráð saman til að mótamæla þeim álög-
um á námsmannagjaldeyri, sem fólst í efnahagsfrumvarpi ríkisstjórn-
arinnar. Samþykkt var tillaga, sem send var alþingismönnum, dag-
blöðum og öðrum þeim aðilum, sem líklegir voru til að hafa áhrif
á gang málsins.
Þrátt fyrir mótmæli þessi var ákvæði þetta samþykkt á Alþingi
og varð því að lögum sem kunnugt er.
Ljósmyndasamkeppni stúdenla.
Samkvæmt tillögu frá Benedikt Blöndal, stud. jur., hefur stúdenta-
ráð ákveðið að fram skuli fara ljósmyndasamkeppni meðal stúdenta.
Dómnefnd mun setja nánari reglur um keppnina, en hana skipa
flutningsmaður tillögunnar, einn aðili frá Félagi áhugaljósmyndara
og annar frá Félagi atvinnuljósmyndara.
FélagsheimilismáliS.
Skv. upplýsingum frá stjórn Félagsheimilis stúdenta leitaði stjórn-
in á árinu fyrir sér um byggingarlóð í eða nálægt miðbænum. Til-
raunir þær hafa verið árangurslausar.
Ennfremur athugaði stjórnin möguleika á því að festa kaup á hent-
ugum húsakynnum, en ekki hefur tekizt að finna hentugt húsnæði,
er lægi á lausu.
Nú hafa þær hugmyndir hins vegar komið fram, að sameina beri
Félagsheimili stúdenta og nýjan stúdentagarð í einni byggingu. Slíkt
ætti að vera mjög auðvelt og þyrfti starfsemi félagsheimilisins ekki
að hafa truflandi áhrif á íbúa stúdentagarðsins, ef byggingin verð-
ur teiknuð með þetta í huga.
Hér er um mjög athyglisverða hugmynd að ræða, sem nauðsynlegt
er að taka afstöðu til áður en frekari ákvarðanir eru teknar í máli
þessu.
Nú hefur verið stofnaður sjóður að undirlagi Guðrúnar Brunborg,
sem ætlaður er til byggingar hjónagarðs. Það fé ásamt fé því, er
stjórn félagsheimilisins hefur til umráða, myndar alldigran sjóð, sem
ætti að gera það að verkum, að unnt væri að athuga um byggingar-
framkvæmdir mjög bráðlega.