Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 119
117
hvað stúdentinn fær til úrlausnar kjörsviðsverkefni sínu allt að sex
mánuði, og skal það innt af hendi á undan öðrum hlutum prófsins.
Auk þess flytur stúdentinn fyrirlestur í heyranda hljóði og fær 8
daga til að semja hann.
Einkunnir eru tvær: ágætlega hæfur (admissus cum egregia laude)
og hæfur með lofi (admissus cum laude).
Stúdent stenzt ekki prófið, nema aðalritgerð sé metin til 1. ein-
kunnar og einnig aðrir hlutar prófsins samanlagðir. Kennarar í ís-
lenzkum fræðum dæma einir um þetta próf.
Til þess að öðlast kennsluréttindi við menntaskóla, gagnfræðaskóla
og sérskóla skv. lögum nr. 16/1947 þurfa kandídatar og meistarar í
íslenzkum fræðum, svo og kandídatar í íslenzku með aukagrein eða
í sögu með aukagrein, einnig að ljúka prófi í uppeldis- og kennslu-
fræðum, sbr. 49. gr. laganna.
Þessi ákvæði gilda einnig um þá, sem Ijúka B.A.-prófi til þess að
öðlast kennsluréttindi við gagnfræðaskóla og sérskóla, sbr. 55. gr.
H. Kandídatspróf í íslemku, meö aukagrein.
Prófgreinar eru þessar:
1. Málfræði og saga íslenzkrar tungu.
2. íslenzkar bókmenntir, skýring og saga.
3. Valfrjáls einhver þeirra greina, sem kenndar eru til B.A.-prófs
(uppeldisfræði undanskilin).
I tveimur fyrst töldu greinunum eru prófkröfur og próftilhögun
eins og við kandídatspróf í íslenzkum fræðum. En í aukagreininni
ljúki nemandinn þremur B.A..-prófstigum.
Einkunnir verða 11 alls: Meðaleinkunn fyrra hluta prófsins í ís-
lenzku greinunum reiknast sem tvöföld einkunn. Einkunnin fyrir
heimaritgerð úr kjörsviði, sem velja ber annaðhvort úr íslenzkri mál-
fræði eða bókmenntasögu, reiknast sem tvöföld einkunn. Enn fremur
eru einkunnir gefnar bæði fyrir munnlega og skriflega úrlausn í
hvorri íslenzku prófgreinanna. Loks er fyrir hvert stig aukagreinar-
innar gefin 1 einkunn. Enginn stenzt prófið, ef hann nær ekki meðal-
einkunninni 7 í hverjum hluta prófsins um sig.
III. Kandídatspróf í sögu með aukagrein.
Prófgreinar eru:
1. Saga og menningarsaga íslendinga.
2. Mannkynssaga.
3. Valfrjáls einhver önnur grein, sem kennd er til B.A.-prófs.