Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 68
66
þegar að prófi loknu til Danmerkur og dvaldist þar til ársloka
1945. Innritaðist í læknadeild Kaupmannahafnarháskóla 10. febr.
1942 og lauk þar embættisprófi sumarið 1943 með I. einkunn
(12,6 að meðaltali í hverri grein, en fékk að sleppa nokkrum
fyrri hluta námsgreinum). Starfaði á sjúkrahúsum í Danmörku
á árabilinu 1937—1945. Hann fékk ótakmarkað lækningaleyfi
á Islandi 21. apríl 1939 og í Danmörku 29. júní 1943, sérfræð-
ingsviðurkenningu í handlækningum og kvensjúkdómum á ís-
landi 11. maí 1949. Gegndi aðstoðarlæknisstörfum á Landsspítal-
anum 1946—51, I. aðstoðarlæknir þar frá 1. sept. 1951 og
aðstoðaryfirlæknir frá 15. maí 1957. Riddari af Dannebrog 4.
marz 1958. Varamaður í bæjarstjórn Reykjavíkur 1949—53.
Gjaldkeri í stjórn Læknafélags Reykjavíkur 1950—53. Formaður
Dansk-íslenzka félagsins síðan 1956. Hann dvaldi í Bandarikj-
unum i boði Bandaríkjastjórnar í þrjá mánuði, sept.—des. 1953,
og heimsótti sjúkrahús í New York, Washington, San Francisco,
Chicago og Boston.
Kvæntist 27. des. 1940 Ingeborg Korsbæk, dóttur Johannes
Korsbæk, skólastjóra í Holstebro, og konu hans Marie, f.
Kirkegaard.
Rit um lœlcnisfrœði:
Pneumococperitonitis. Ugeskrift for Læger, 1941.
On the Treatment of Dupuytren’s Contracture. Acta Chir.
Scand., Vol. 93, Stockholm, 1946.
Ófrjósemi karla. Læknablaðið, 32. árg., 1947.
Meðferð á kondylomum. Læknablaðið, 36. árg., 1952.
Trichobezoir. Læknablaðið, 36. árg., 1952.
Cancer prostatae. Læknablaðið, 38. árg., 1954.