Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 100
98
3. Læknisskoðun.
33. gr.
Læknisskoðun skal fara fram á hverjum stúdent á fyrsta og fimmta
kennslumisseri hans í háskólanum.
Háskólaráði er heimilt að kveða svo á, að stúdentar gangi undir
berklarannsókn árlega samkvæmt sérstakri auglýsingu.
Skólalæknir framkvæmir læknisskoðun stúdent að kostnaðarlausu.
Nú sinnir stúdent ekki lögmætri eða fyrirskipaðri læknisskoðun
eða heilbrigðisrannsókn, og varðar það viðurlögum samkvæmt 35. gr.
2. málsgr., eða því, að stúdent er meinað að taka próf, unz skyldu er
fullnægt.
4. Námsferilsbœkur.
34. gr.
Skrásettur stúdent skal fá í hendur námsferilsbók í upphafi fyrsta
kennslumisseris síns í háskólanum. 1 bók þessa skráir háskólaritari
próf þau, er stúdent lýkur á námsferli sínum, þátttöku hans í lög-
mæltum námskeiðum, og ef deild ákveður, tímasókn hans á hverju
misseri, svo og aðrar upplýsingar um nám hans, sem þörf þykir að
geta um. Enn fremur skal geta þar læknisskoðunar og heilbrigðis-
rannsókna, sem stúdent gengur undir á vegum háskólans.
Stúdent er skylt að sýna námsferilsbók, er hann lætur skrá sig til
prófa eða sækir um styrk eða námslán eða endranær, er rektor eða
kennarar hlutaðeigandi deildar æskja þess.
Könnun á tímasókn stúdenta fer fram með þeim hætti, sem hver
deild ákveður.
5. Viðurlög við brotum á skólareglum o.fl.
35. gr.
Allir skrásettir stúdentar eru skyldir að gæta velsæmis bæði í há-
skólanum og utan hans.
Háskólaráð getur veitt stúdent áminningu eða vikið stúdent úr
skóla um tiltekinn tíma eða að fullu, ef hann hefur gerzt sekur um
brot á lögum og öðrum reglum háskólans eða reynzt sekur um hátt-
semi, sem er ósamboðin háskólaborgara.
Heimilt er að víkja stúdent úr skóla vegna persónulegra ágalla,
eiturlyf janeyzlu eða annarrar alvarlegrar óreglu.
Áður en brottrekstur er ráðinn, skal leita umsagnar háskóladeild-
ar stúdents. Einnig skal veita stúdent kost á að svara til saka. Enn