Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 145
143
sæti eftirtaldir læknanemar: Páll Ásgeirsson, Þór Halldórsson, Sverrir
Bjarnason, Guðmundur Georgsson og Jóhann Guðmundsson. Nefndin
tók þegar til starfa við að athuga málið frá öllum hliðum.
Fulltrúi stúdenta í háskólaráði.
Síðara hluta sumars kaus stúdentaráð fulltrúa stúdenta í háskóla-
ráð fyrir þetta háskólaár. Birgir ísl. Gunnarsson stud. jur. var kjör-
inn aðalfulltrúi, og til vara Leifur Jónsson, stud. med. Náðist full
samstaða í stúdentaráði um kjör fulltrúanna.
Athugun á rekstri GartSanna.
Stúdentaráði hafa oftsinnis borizt kvartanir frá Garðbúum um eitt
og annað, sem þeir telja, að betur mætti fara. Hafa þær kvartanir
oftast staðið í sambandi við viðurgerninginn á stúdentagörðunum.
Stúdentaráð á að tilnefna tvo menn í stjórn Garðanna, en í fram-
kvæmd hafa Garðbúar sjálfir kosið annan fulltrúann, en stúdenta-
ráð hinn. Þar eð stúdentar eru í minnihluta í stjórninni, geta þeir
ekki knúið mál sín fram einir og óstuddir, en verða að leita samkomu-
lags við aðra stjórnarmenn.
Nú í vetur kaus stúdentaráð Emil Hjartarson, stud. med., í Garð-
stjórn, en Garðbúar Heimi Hannesson, stud. jur. Vegna umræðna
um þessi mál í stúdentaráði var þessum tveimur mönnum falið að
semja ýtarlega greinargerð um rekstur og hag Garðanna, sem
stúdentaráð gæti síðan byggt á tillögur sínar um bættan aðbúnað.
Ennfremur skyldi háskólaráð og Garðstjórn fá skýrsluna í hendur.
Greinargerð sú hefur enn ekki borizt.
Gjafir.
1. Stúdentaráði barst snemma í vetur bókagjöf frá stúdentum við
háskólann í Minnesota. Stúdentaráð sendi nokkrar bækur á ensku
um íslenzk málefni til endurgjalds gjöf þessari.
2. Ennfremur barst frá sama skóla hljómplötusending. Var hér um
að ræða 25 hæggengar plötur með verkum eftir ýmsa öndvegishöf-
unda í heimi klassiskrar tónlistar. Verkin eru öll leikin af Minnea-
polis symfóníuhljómsveitinni. Hljómplötur þessar voru látnar renna
til hljómplötusafns skólans.
3. Er formaður stúdentaráðs fór til Svíþjóðar s. 1. vor í boði Sænska
stúdentasambandsins (SFS) færði hann sambandinu að gjöf helztu
verk Halldórs Kiljan Laxness á íslenzkri tungu.
4. Eins og getið er um annars staðar í Vettvangnum færði stjórn
stúdentaráðs írska leikflokknum, sem hér var á ferð s. 1. vetur, áletr-
aða fánastöng.