Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 120
118
Stúdentinn skal skila heimaritgerð í íslendingasögu áður en 6
misseri eru liðin frá innritun hans í heimspekideild. Að öðru leyti
séu prófkröfur og próftilhögun í íslandssögu hinar sömu og í sögu
íslendinga við síðara hluta kandídatsprófs í íslenzkum fræðum, þeg-
ar kjörsvið er í henni tekið. En í hinum greinunum séu prófkröfur
og próftilhögun hinar sömu og við B.A.-próf, og taki nemandinn
3 prófstig í hvorri grein um sig.
Einkunnir verða 11 alls: 5 í íslandssögu (1 einkunn fyrir heima-
ritgerðina í sögu og 4 einkunnir á lokaprófi) og 6 í hinum grein-
unum, 1 einkunn fyrir hvert prófstig í hvorri grein. Enginn stenzt
prófið, ef hann nær ekki meðaleinkunninni 7 í hverjum hluta prófs-
ins um sig.
IV. Próf í íslenzJcu fyrir erlenda stúdenta:
baccalaureatus philologiae Islandicae (bacc. philol. Isl.).
Prófgreinar eru fjórar:
1. Málfræði.
2. Þýðingar.
3. Bókmenntasaga.
4. Textaskýringar.
Prófin skulu vera sex, þrjú skrifleg og þrjú munnleg.
Skrifleg próf: 1. málfræði, 2. þýðing úr íslenzku á móðurmál stúd-
entsins eða eitthvert heimsmál og úr því á íslenzku, 3. bókmennta-
saga.
Munnleg próf: 1. málfræði, 2. bókmenntasaga, 3. textaskýringar.
Fyrir hvert próf skal gefin sérstök einkunn. Til þess að standast
prófið þarf stúdentinn að hafa hlotið, auk tilskilinnar meðaltals-
einkunnar (sbr. 68.gr.), hið lægsta einkunnina 5 í þýðingum.
Nánari reglur um námsefni setja kennararnir í íslenzkum fræðum.
54. gr.
B.A.-próf.
Prófgreinar eru námsgreinar þær, sem taldar eru upp í 51. gr. 6. lið.
Stúdent hlýtur B.A.-próf fyrir 5 prófstig, 3 í einni grein og 2 í ann-
arri. Hvert stig er miðað við ákveðnar þekkingarkröfur: 1. stig tákn-
ar minnstar kröfur, 2. stig meiri kröfur, 3. stig mestar kröfur.
Stærðfræðideildarstúdentsprófs er krafizt af þeim, sem leggja stund
á stærðfræði eða eðlisfræði og efnafræði.
Prófin eru bæði skrifleg og munnleg, í landafræði og náttúrufræði-
greinum einnig verkleg.