Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 90
88
b. TJm rektorskjör.
3. gr.
Rektor er kosinn af prófessorum háskólans til þriggja ára í senn,
og eru þeir einir kjörgengir.
Rektorskosning er skrifleg og fer fram 14. maí eða næsta virkan
dag, en rektor tekur við störfum með byrjun háskólaárs.
Nú hefur kennari lögmæt forföll, og er honum þá heimilt að kjósa
bréflega. Skal hann geta þess, hvernig hann óskar að greiða atkvæði
í annarri kosningarumferð, ella er atkvæði hans aðeins gilt í fyrstu
umferð.
4. gr.
Sá er rétt kjörinn rektor, sem hlotið hefur atkvæði meiri hluta
atkvæðisbærra manna, enda hafi minnst tveir þriðju hlutar þeirra,
sem atkvæðisrétt eiga, tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Ef enginn
fær svo mörg atkvæði, skal kjósa af nýju um þá tvo eða fleiri, er
flest atkvæði fengu, og er þá sá rétt kjörinn, sem flest atkvæði fær,
enda þótt tveir þriðju hlutar atkvæðisbærra manna hafi þá ekki tek-
ið þátt í atkvæðagreiðslu. Séu atkvæði jöfn, ræður hlutkesti.
Kjörgengum háskólakennara er skylt að taka við rektorskjöri, nema
sérstök atvik hamli. Nú skorast sá, sem kjörinn hefur verið rektor,
undan því að taka við kjöri, og metur þá háskólaráð, hvort fallizt
verði á afstöðu hans. Ef háskólaráð fellst á sjónarmið hins nýkjöma
rektors, skal efna hið fyrsta til nýrrar rektorskosningar.
Rektor má endurkjósa, en honum er ekki skylt að taka við endur-
kjöri.
Skýra skal menntamálaráðuneyti frá úrslitum rektorskjörs, og birt-
ir ráðuneytið úrslitin.
5. gr.
Ef rektor forfallast um stundarsakir, gegnir varaforseti háskóla-
ráðs (vararektor) störfum hans.
Nú fellur rektor frá eða lætur af störfum, áður en kjörtímabil
hans er liðið, og skal þá kjósa nýjan rektor, svo fljótt sem því verð-
ur komið við, en varaforseti háskólaráðs gegni rektorsstörfum þang-
að til. Ef varaforseti er forfallaður, gegni sá deildarforseti rektors-
störfum, sem lengst hefur haft á hendi kennaraembætti við háskól-
ann. Hinn nýkjömi rektor er kosinn til þriggja ára, en það, sem eftir
er háskóaárs, er hann tekur við, skal teljast eitt ár.