Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 124
122
stig að meðaltali í hverjum prófflokki og eigi minna en 5 stig að
meðaltali í námsgreinum 1., 2. og 3. prófflokks, sbr. 57. gr. 1. lið.
Aðaleinkunn 5.00—5.99 (í stigum) telst 2. einkunn, 6.00—7.49 telst
1. einkunn og ágætiseinkunn 7.50 eða meira.
VI. KAFLI
Próf.
a. Tilhögun prófa.
58. gr.
Próf geta verið munnleg, skrifleg eða verkleg.
Háskólakennarar standa fyrir prófum, en hver deild ræður tilhög-
un prófa hjá sér, að svo miklu leyti sem ekki eru sett bindandi ákvæði
um það í lögum eða reglugerð.
Munnleg próf skulu haldin í heyranda hljóði. Þó er háskóladeild
heimilt, ef sérstaklega stendur á, að ákveða, að slík próf skuli hald-
in fyrir luktum dyrum.
b. Próftími.
59. gr.
Próf þau, sem teljast til fullnaðarprófs, skulu haldin að jafnaði í
lok kennslumisseris, sbr. þó 46. gr. b 1 um próf í lyfjafræði lyfsala og
56. gr. b 1 um próf í verkfræðideild. Einstakar deildir geta ákveðið að
prófa á öðrum tíma með samþykki háskólaráðs, enn fremur að halda
próf aðeins í lok vormisseris. Um önnur próf ákveður háskóladeild,
hvenær þau fari fram. Auglýsa skal, hvenær próf hefjist og að jafn-
aði með hálfs mánaðar fyrirvara hið skemmsta. Stúdent er heimilt
að ganga undir tiltekið próf, ef hann hefur áður lokið á fullnægjandi
hátt tilskildum prófum og æfingum. Gæta ber þó fyrirmæla um
skemmstan og lengstan tíma, sem líða megi frá skrásetningu til frum-
prófa, svo og milli einstakra prófhluta og prófgreina og upphafs
náms og lokaprófs.
c. Skráning til prófa.
60. gr.
Þeir stúdentar, sem óska að ganga undir háskólapróf, skulu til-
kynna háskólaritara það innan skráningarfrests, svo sem hann er
ákveðinn hverju sinni með auglýsingu. í fyrsta skipti, er stúdent seg-
ir sig til prófs, er telst til fullnaðareinkunnar, skal hann greiða próf-
gjald. Prófgjald verður ekki endurgoldið, þótt stúdent hætti við próf