Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 19
17
trúi stúdenta, er stúdentaráð háskólans nefnir til, eiga sæti í
háskólaráði, þegar þar er rætt „mál, er varða stúdenta háskól-
ans almennt“. Hefur fulltrúinn þar málfrelsi og atkvæðisrétt.
Háskólaráð ákvað, að fulltrúi stúdentaráðs skyldi taka sæti í
háskólaráði með upphafi háskólaársins 1957—58. Stúdentaráð
kaus fulltrúa sinn Bjarna Beinteinsson, stud. jur., en til vara
Hjört Gunnarsson, stud. mag. Fyrsti háskólaráðsfundur, er
fulltrúi stúdenta sótti, var haldinn 1. nóv. 1957.
Háskólareglugerð.
Eftir gildistöku háskólalaganna nr. 60, 17. júní 1957 var
nefnd þeirri, sem fjallaði um endurskoðun háskólalaga, sjá
Árbók 1955—56, bls. 19—20, og Árbók 1956—57, bls. 19, falið
að semja drög að nýrri reglugerð fyrir háskólann. Drög þau,
er nefndin samdi, voru síðan rædd í deildum og háskólaráði.
Hlaut reglugerðin að því búnu staðfestingu forseta Islands, og
tók hún gildi 17. júní 1958. Reglugerð þessi er heildarreglugerð
fyrir háskólann, og var reglugerð 47/1942 ásamt síðari breyt-
íngum þar með úr gildi numin. Hin nýja reglugerð er birt í
heild sinni á bls. 87—131 hér á eftir. Þess skal getið, að reglu-
gerðarbreyting nr. 5, 7. febr. 1958, er stofnaði til kennslu í
bókasafnsfræði til B.A.-prófs, er felld inn í heildarreglugerðina.
Embætti og kennarar.
Prófessorsembœtti i sögu: Embætti þetta varð laust við frá-
fall dr. Jóns Jóhannessonar, prófessors. Það var auglýst laust
til umsóknar 3. okt. 1957. Umsækjendur voru þrír: dr. Björn
Sigfitsson, háskólabókavörður, Björn Þorsteinsson, cand. mag.
og dr. Guöni Jónsson, skólastjóri. I nefnd samkv. 11. gr. há-
skólalaga áttu sæti próf. Þorkell Jóhannesson, rektor, nefnd-
ur af heimspekideild, formaður nefndar, prófessor Magnús Már
Lár'usson, nefndur af háskólaráði, og dr. Kristján Eldjárn, nefnd-
ur af menntamálaráðherra. Hinn 6. des. 1957 var dr. Guðni
Jónsson skipaður prófessor í sögu frá 1. jan. 1958.
Dr. Hjálmar O. Lokensgard frá Minnesota starfaði við há-
skólann árlangt sem Fulbright-prófessor. Flutti hann fyrirlestra
3