Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 92
90
hluti prófessora háskólans æskir fundar. Nú er fundur boðaður að
frumkvæði kennara, sem eiga ekki sæti í ráðinu, og er þeim þá rétt
að senda fulltrúa, einn eða fleiri eftir ákvörðim rektors, á fundinn.
Hafa slíkir fulltrúar málfrelsi á fundinum, en atkvæðisrétt eiga þeir
ekki.
Fundi skal boða bréflega og með þriggja daga fyrirvara, ef við
verður komið. Dagskrá skal greind í fundarboði. Fundi skal jafn-
aðarlega halda á föstudögum.
Háskólaráð er ekki ályktunarfært, nema tveir þriðju hlutar háskóla-
ráðsmanna sæki fund hið fæsta. Afl atkvæða ræður úrslitum mála.
Ef atkvæði eru jöfn, sker atkvæði rektors úr eða þess, er gegnir for-
setastörfum.
Bókfæra skal gerðir háskólaráðs, og gegnir háskólaritari störfum
fundarritara.
9. gr.
Háskólaráð fer með undirbúning þeirra mála, sem leggja á fyrir
Alþingi og stjórnarvöld. Það lætur þessum aðilum í té allar upplýs-
ingar, sem þeir þurfa á að halda og varða háskólann sérstaklega.
Áður en lögum, er snerta háskólann eða háskólastofnanir, verður
breytt eða við þau aukið, skal leita umsagnar háskólaráðs um breyt-
ingar eða viðauka, svo og um nýmæli. Nú varðar málefni sérstak-
lega tiltekna deild, og skal háskólaráð þá leita álits deildarinnar, áður
en það lætur uppi umsögn sína.
10. gr.
Rektor eða háskólaráð geta boðað til almenns kennarafundar til
umræðna um einstök málefni háskólans eða stofnana hans. Nú æskir
einn þriðji hluti prófessora, dósenta og lektora fundar, og er rektor
þá skylt að boða til hans. Allir kennarar háskólans eiga rétt á að
sækja almenna kennarafundi og njóta atkvæðisréttar þar.
Boða skal til fundar bréflega og með tveggja daga fyrirvara hið
skemmsta, ef auðið er.
Ályktanir kennarafunda eru ekki bindandi fyrir háskólaráð.
d. Um háskólaritara o. fl.
11. gr.
Menntamálaráðherra skipar ritara við háskólann að fengnum til-
lögum háskólaráðs, en háskólaráð ræður annað starfslið í skrifstofu
skólans. Háskólaritari hefur á hendi skrifstofustjóm og hefur umsjón
með sjóðum háskólans og öðrum fjárreiðum undir yfirstjóm rektors