Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 98
96
úar, páskaleyfi frá miðvikudegi fyrir skírdag til þriðja í páskum og
hvítasunnuleyfi frá laugardegi fyrir hvítasunnu til þriðjudags eftir
hvítasunnu. Byrjunar- og lokadagur hvers leyfis telst með. Auk þess-
ara leyfa er kennsluhlé á sumardaginn fyrsta og 1. desember.
Háskólaráð eða deildir geta gefið leyfi einstaka daga af sérstöku
tilefni.
Háskóladeild getur ákveðið, að próf fari fram í hvítasunnuleyfi
aðra daga en hvítasunnudag og annan dag hvítasunnu, ef sérstak-
lega stendur á.
b. Kennsluskylda og lausn undan henni.
27. gr.
Háskólaráð ákveður, að fenginni umsögn háskóladeildar, hver sé
kennsluskylda einstaks háskólakennara. Nú unir kennari ekki úrlausn
háskólaráðs, og má hann þá skjóta úrlausninni til menntamálaráð-
herra, sem leysir til fullnaðar úr þessu efni.
Rektor á rétt á að vera leystur undan allt að helmingi þeirrar
kennslu, sem honum var skylt að hafa með höndum, er hann tók við
rektorsembætti. Ef því er að skipta, ákveður rektor með samþykki
menntamálaráðuneytis, hversu ráðstafa skuli þeim hluta kennslunnar.
28. gr.
Rektor getur veitt kennurum lausn í bili undan kennsluskyldu,
allt að þremur vikum. Endranær er menntamálaráðherra heimilt,
með samþykki háskólaráðs, að veita kennara lausn undan kennslu-
skyldu um takmarkaðan tíma. Kennari sá, er lausn hefur frá kennslu-
skyldu, ákveður kennara í sinn stað, einn eða fleiri, með samþykki
háskóladeildar og menntamálaráðherra.
Menntamálaráðherra ákveður launakjör staðgengils hverju sinni
og hvort kennari sá, sem víkur í bili, skuli greiða laun hans að
nokkru eða öllu. Nú er maður ráðinn til að gegna kennaraembætti,
en ekki settur til starfans, og ákveður deild þá hverju sinni, hvort
hann eigi rétt á að sitja deildarfundi og hafi þar atkvæðisrétt.
c. Nemendur.
1. InntökuskilyrSi.
29. gr.
Hver sá, sem staðizt hefur fullnaðarpróf frá íslenzkum skóla, sem
heimild hefur til að brautskrá stúdenta, á rétt á að verða skrásettur