Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 129
127
rit eru afhent háskólanum vegna doktorsprófs. Óheimilt er án leyfis
deildar að breyta ritgerð, eftir að hún er afhent háskólanum.
Ritgerð má vera á erlendu máli, en áskilja má, að hún geymi ræki-
legan útdrátt á íslenzku. Háskóladeild getur veitt manni leyfi til að
tala erlent mál við doktorspróf.
75. gr.
Háskóladeild skipar þriggja manna dómnefnd til að meta vísinda-
gildi ritsmíða þeirra, er fylgja umsókn doktorsefnis. í dómnefnd er
heimilt að skipa menn utan háskólans, þ. á m. erlenda menn. Dóm-
nefnd skilar skriflegu og rökstuddu áliti til deildar. Nú er það ein-
róma álit dómnefndar, að rit, sem umsækjandi hefur lagt fram, full-
nægi ekki kröfum þeim, sem gera verður til doktorsritgerða, og skal
deildin þá synja umsækjanda um að ganga undir doktorspróf. Endra-
nær metur deildin það fyrir sitt leyti, að fengnu áliti dómnefndar,
hvort veita skuli umsækjanda kost á að þreyta prófið.
Nú telur deildin ritgerðina tæka til doktorsvamar, og skal um-
sækjandi þá láta prenta hana, hafi það ekki verið gert áður.
Háskólinn á rétt á 100 eintökum ókeypis. Síðan skal doktorsefnið
verja hana í háskólanum í heyranda hljóði á þeim degi, sem deildin
ákveður, en ritgerð eða ritgerðir skulu hafa birzt opinberlega a. m. k.
fjórum vikum áður en munnleg vöm fer fram.
Nú vill maður, sem ekki er tilnefndur andmælandi, taka til máls
um verk doktorsefnis, og skal hann þá skýra deildarforseta frá því
einum sólarhring áður en doktorsvöm fer fram. Þó getur deildarfor-
seti leyft manni úr áheyrandahópi stutta athugasemd án slíks fyrir-
vara. Að lokinni munnlegri vöm og fyrirlestrahaldi, ef því er að
skipta, ákveður deildarforseti ásamt andmælendum, hvort veita skuli
doktorsnafnbót. Verði ágreiningur, skal skjóta málinu til deildar-
fundar.
76. gr.
Háskólarð getur samkvæmt tillögum háskóladeildar ákveðið, að
munnleg vöm við doktorspróf falli niður, ef sérstök ástæða þykir til,
enda sé dómur dómnefndar lofsamlegur um rit doktorsefnis. Háskóla-
ráð getur með sama skildaga leyst doktorsefni undan þeirri skyldu
að birta ritgerð sína á prenti, en áskilja skal, að hann afhendi háskól-
anum nokkur eintök af ritgerð sinni eða ritgerðum, vélrituðum eða
fjölrituðum, enda skal þá eitt eintak liggja frammi í Háskólabóka-
safni einn mánuð hið skemmsta, áður en vörn fari fram. Þegar svo
stendur á, sem í þessari málsgrein segir, skal birta rökstutt álit dóm-
nefndar í næstu árbók háskólans.