Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 9
7
hefir orðið allmikil breyting á starfsliði háskólans, enda var
nú á þessu sumri skipað í embætti prófessors í lífeðlisfræði,
sem stofnað var 1955, en ekki í það skipað fyrri en nú. Hinir
nýju kennarar eru sem hér segir:
Davíð Davíðsson prófessor í lífeðlisfræði, Kristinn Stef-
ánsson próf. í lyfjafræði, dr. Matthías Jónasson próf. í upp-
eldisfræðum, Þorbjörn Sigurgeirsson próf. í eðlisfræði, dr.
Ivar Daníelsson dósent í lyfjafræði lyfsala. Býð ég alla þessa
nýju háskólakennara velkomna að störfum og óska þeim allra
heilla. — Þá hefir dr. Halldór Halldórsson verið skipaður pró-
fessor eftir 6 ára starf sem dósent. Þess má hér geta, að
með hinum nýju háskólalögum voru dósentsembættin niður-
lögð í sinni gömlu mynd, en dósentsnafnið tekið upp sem starfs-
heiti fyrir menn, sem ráðnir eru sem aukakennarar að há-
skólanum um óákveðinn tíma. — I guðfræðideild hefir sú
breyting orðið á kennaraliði, að próf. Þórir K. Þórðarson hefir
fengið leyfi frá kennslustörfum fyrst og fremst næsta vetur,
en við starfi hans hefir tekið séra Haraldur Sigmar. I heim-
spekideild hefir bætzt nýr sendikennari frá Bandaríkjunum,
Mr. H. Lokensgard. Einnig starfar hér kennari frá Spáni,
Romero, og nýtur til þess styrks frá íslenzka ríkinu. Þessa
kennara alla býð ég velkomna til starfa.
Á kennsluári því, sem nú er að hefjast, hafa 179 stúdentar
innritazt í háskólann, og skiptast þeir þannig á milli deildanna:
guðfræði 3, læknisfræði 35, tannlækningar 3 og lyfjafræði
lyfsala 4, lögfræði 24, viðskiptafræði 18, heimspekideild 78
og verkfræði 14.
Tala stúdenta í deildum háskólans er nú sem hér segir: í
guðfræðideild 40, í læknadeild 246, þar af 15 í tannlækning-
um og 6 í lyfjafræði lyfsala, í lagadeild 126, í viðskiptadeild
94, í heimspekideild 220 og í verkfræðideild 40. Stúdentar við
háskólann eru því alls 766.
Árið sem leið útskrifuðust úr deildum skólans 61 kandídat,
þar af 2 úr guðfræðideild, 18 úr læknadeild, þar af 3 í tann-
lækningum, 10 úr lagadeild, 11 úr viðskiptadeild, 12 úr heim-
spekideild og úr verkfræðideild luku 8 prófi.