Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 20
18
um bandarískar bókmenntir og hélt námskeið um þær, og
einnig kenndi hann ensku til B.A.-prófs.
Starf umsjónarmanns: Hinn 22. okt. 1957 andaðist Óskar
Bjarnasen, er verið hefur umsjónarmaður háskólans frá því,
er hin nýja háskólabygging var tekin í notkun, sbr. Árbók
1940—41, bls. 15. Nýr umsjónarmaður var ráðinn frá 1. jan.
1958, Brynjólfur Kjartansson, fyrrv. skipstjóri.
Lausn frá kennsluskyldu.
Prófessor, dr. Gylfi Þ. Gíslason hafði lausn frá kennsluskyldu
allt háskólaárið. Kennslu hans önnuðust Árni Vilhjálmsson
cand. oecon., M.A., dr. Jóhannes Nordal og ÞorvarÖur Jón Júl-
íusson cand. polit.
Prófessor Þórir Kr. Þórðarson hafði lausn frá kennslu þetta
háskólaár, og dvaldist hann í Bandaríkjunum við kennslu og
rannsóknir. Séra Harald Sigmar frá Seattle, Bandaríkjunum,
kenndi í hans stað.
Prófessor, dr. Alexander Jóhannesson hafði lausn frá kennslu-
skyldu haustmisserið vegna veikinda.
Prófessor, dr. Einari Ól. Sveinssyni var veitt leyfi frá kennslu
í marz og april 1958, vegna ferðar til Bandaríkjanna.
Próf dómendur.
Frú VaTborg Sigurðardóttir, M.A., skólastjóri, var skipuð
prófdómari í uppeldisfræðum í fjarveru hins reglulega próf-
dómanda, dr. Brodda Jóhannessonar.
Dr. Jón Gislason, skólastjóri, var skipaður prófdómandi í
grísku til B.A.-prófs til 3 ára frá 1. jan. 1958.
Dr. Sverrir Magnússon, lyfsali var skipaður prófdómandi í
lyfjafræði lyfsala til 3 ára frá 21. apríl 1958, en til vara Erling
Edwald, cand. pharm.
Prófdómendur í verkfræðideild voru skipaðir til 3 ára frá
23. apríl 1958 að telja: Árni Pálsso7i yfirverkfræðingur, Brynj-
ólfur Stefánsson forstjóri, Einar B. Pálsson yfirverkfræðingur,
Gísli Þorkelsson efnaverkfræðingur, Gunnlaugur Halldórsson