Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 70
68
kirkjumála, menningar og lista og þá að jafnaði í stjórn þeirra.
Ritstjóri var hann ýmsra málgagna og tímarita auk þess, sem
hann sjálfur var afkastamikill rithöfundur, bæði á almennum
vettvangi og á sviði guðfræði og sagnfræði.
Fyrir margháttuð störf sín hlaut hann makleg heiðursmerki
þjóðarinnar.
Á merkisafmæli sínu 1932 kjöri háskólinn í Tartu í Eistlandi
hann heiðursdoktor í guðfræði.
Háskóli Islands naut og góðs af starfi hans á hinum almenna
vettvangi. Hann var meðal annars ötull stuðningsmaður að
framgangi happdrættismálsins á þingi, enda var hann kjörinn
í stjórnarnefnd þess, er happdrættið var stofnað. Hann sat og í
bygginganefnd háskólahússins. — Svo örfá dæmi séu tekin af
starfi hans.
Magnús Jónsson var nemendum sínum minnisstæður kennari.
Hann átti í ríkum mæli hæfileikann til að bregða upp leiftur-
björtum myndum af efni því, sem um var fjallað. Framsetn-
ingin var skýr og einföld, sem og einkennir kennslubækur hans.
Oft var brugðið frá venjulegum aðferðum framsetningar og
yfirheyrslu. Það var það, sem einkum er nú hugstætt, að ætíð
var búizt við hinu óvænta í kennslustundum hans. Þá naut
sín hið óvenjulega gáfnafar hans og bar þá mest á hinum
snöggu viðbrögðum og andríkinu, sem að sumu leyti var af-
sprengi listhneigðar og hæfileika til túlkunar. Það er vísast
svo, að hann átti sem kennari því láni að fagna að njóta hylli
allra lærisveina sinna og enginn þeirra mun reyndar hafa farið
svo úr kennslustund, að hann hafði ekki borið neitt persónu-
legt úr býtum.
Magnús Jónsson var á hinu ytra borði maður gleðinnar og
léttleikans, en undir þeim hjúp leyndist alvara og íhygli. Hafa
sumir átt erfitt með að skilja svo samsettan persónuleika.
1 tómstundum sínum sat hann ekki auðum höndum. Eðli
hans var að vera sístarfandi og þá einkum skapandi. Á sviði
myndlistai- var hann fljúgandi fær. Einkum mun hann hafa
staðið framarlega í gerð vatnslitamynda, sem hann stundaði
lengst. Á efri árum lagði hann þó meiri áherzlu á olíumál-