Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 123
121
2. Próftilhögun og tímamörk.
Próf geta verið munnleg, skrifleg eða verkleg. Við gjöf einkunna
má taka tillit til úrlausna æfingaverkefna, sem stúdentinn hefur
leyst af hendi við námið, samkvæmt reglum, sem deildin setur.
Stúdent segir sig til prófs í árshlutum prófflokka eða heilum próf-
flokkum (sjá 57. gr. 1), enda hafi hann þá lokið, eða ljúki samtímis,
prófi í fyrri árshlutum prófflokkanna. í fyrsta sinn skal hann þó
ganga undir próf í greinum I. og II. prófflokks.
Heimilt er að endurtaka próf að nokkru eða öllu leyti. Þó verður
að endurtaka heilan prófflokk eða þá hluta hans, sem eiga saman
samkv. 57. gr. 1. Endurtekning prófs í einum árshluta prófflokks
ógildir próf, sem áður hafa verið tekin í þeim árshluta prófflokksins,
svo og þau, er kunna að hafa verið tekin í seinni árshlutum sama
prófflokks, og tekur þetta ákvæði gildi um leið og upptökuprófið er
hafið. Við endurtekningu prófa er eigi skylt að endurtaka verkleg
viðfangsefni eða æfingar, sem metnar eru til prófseinkunnar, eða
verkleg viðfangsefni í sérgrein.
Fullnaðarprófi skal stúdent hafa lokið eigi síðar en 4 árum eftir
að hann er skráður í deildina, nema sérstakar ástæður mæli með
undanþágu að dómi deildarinnar.
3. Einkunnastigi.
Við gjöf einkunna skal nota talnaröð I í eftirfarandi töflu, og hlýt-
ur stúdent í hvert sinn þá einkunn, er næst liggur meðaltali einkunna
kennara og prófdómara.
Um teikningar í rúmmyndafræði, húsagerð og landmælingu dæma
kennarar þessara námsgreina ásamt teiknikennara og prófdómurum.
TAFLA II.
Einkunnir og stigagildi þeirra.
I II I II I II
6 8 4 5 2 —7
5% 7% 3% 3% 1% —12%
5% 7% 3% 2% 1% —17%
5 7 3 1 1 —23
4% 6% 2% —1%
4% 5% 2% —4%
4. Prófkröfur.
Við próf eru gerðar þessar kröfur um einkunnir:
Til þess að standast fullnaðarpróf verður stúdentinn að hafa hlot-
ið eigi minna en 5 stig að meðaltali í öllu prófinu, eigi minna en 4
16