Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 134
132
XVI. YFIRLIT UM STÖRF STÚDENTARÁÐS
Skýrsla formanns stúdentaráös, Birgis tsl. Gunnarssonar.
Skipan ráSsins.
Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla íslands fóru fram laugardag-
inn 19. okt. 1957. Fram komu fimm listar og skv. fundargjörð kjör-
stjórnar urðu úrslit þessi:
A-listi, borinn fram af Stúdentafélagi jafnaðarmanna, 61 atkvœöi
og einn mann kjörinn.
B-listi, borinn fram af Félagi frjálslyndra stúdenta, 115 atkvæöi
og einn mann kjörinn.
C-listi, borinn fram af Félagi róttækra stúdenta, 101 atkvœöi og
einn mann kjörinn.
D-listi, borinn fram af Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, 3Uf
atkvæöi og fimm menn kjörna.
E-listi, borinn fram að Þjóðvarnarfélagi stúdenta, 61 atkvœöi og
einn mann kjörinn.
Af listunum hlutu þessir menn kosningu:
Af A-lista: Emil Hjartarson, stud. med.
Af B-lista: Leifur Jónsson, stud. med.
Af C-lista: Guðmundur Guðmundsson, stud. med.
Af D-lista: Birgir Isl. Gunnarsson, stud. jur., Bogi Melsted, stud.
med., Ólafur G. Einarsson, stud. jur., Hörður Sævaldsson, stud. odont.,
og Magnús Þórðarson, stud. jur.
Af E-lista: Ólafur Pálmason, stud. mag.
Hið nýkjörna stúdentaráð kom fyrst saman til fundar mánudag-
inn 28. okt. 1957. í stjórn voru kosnir og skiptu með sér verkum sem
hér segir: Birgir ísl. Gunnarsson, formaður, Bogi Melsted, gjaldkeri,
og Leifur Jónsson, ritari.
Magnús Þórðarson stýrði fundum í forföllum formanns, en hann
var framkvæmdarstjóri stúdentaráðs yfir sumarmánuðina. Alls voru
um 40 fundir haldnir.
Utanríkisritari var Ólafur Egilsson, stud. jur. Hefur hann nú gegnt
störfum þessum í tvö ár eða lengur en nokkur annar. Á hann þakkir
skildar fyrir vel og samvizkusamlega unnin störf.
Hátí&ahöld og skemmtanir.
1) 1. desember. Að venju sá stúdentaráð um hátíðahöld 1. desember.
Ákveðið var, að dagurinn skyldi helgaður: Sjálfstæði íslands, fram-
tíðarhorfum í lýðræði, mannréttindum og andlegu frelsi.