Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 107
105
að verklegt nám skv. ákvæðum þessarar greinar, áður en þeir
segja sig til prófs.
Enn fremur skulu þeir sýna skilríki fyrir því, að þeir hafi kynnt
sér aðferð við kúabólusetningu (sbr. lið A. 7), áður en þeir segja sig
til lokaprófs.
B. Til prófs í tanrilœkningum, sjá 44. gr.
C. 1 lyfjafrœöi lyfsala, sjá 46. gr.
43. gr.
Próf í læknadeild.
1. Embættisprófinu er skipt í þrjá hluta. Áður en stúdent segir sig
til fyrsta hluta prófsins, skal hann hafa lokið upphafsprófi.
2. Upphafspróf fer aðeins fram í lok vormisseris.
Prófgreinar eru:
a. Efnafræði, skriflegt próf.
b. Efnafræði, verklegt próf.
c. Almenn líffærafræði, skriflegt próf.
Einkunn í skriflegri efnafræði telst til aðaleinkunnar við em-
bættispróf.
3. Próf í fyrsta hluta embættisprófs er munnlegt, og eru prófgrein-
ar þessar:
a. Líffærafræði.
b. Lífeðlis- og lífefnafræði.
4. Próf í öðrum hluta embættisprófs er munnlegt, og eru próf-
greinar þessar:
a. Meina- og sýklafræði.
b. Lyfjafræði.
5. Próf í þriðja hluta embættisprófs eru munnleg, skrifleg og verk-
leg og skiptast í forpróf og lokapróf. Áður en stúdent segir sig
til lokaprófs, skal hann hafa lokið forprófi.
a. Forpróf er skriflegt, og eru prófgreinar þessar:
(1) Augnsjúkdómafræði.
(2) Háls-, nef- og eyrnasjúkdómafræði.
(3) Húðsjúkdómafræði.
(4) Barnasjúkdómafræði.
(5) Geislalækningafræði.
(6) Geð- og taugasjúkdómafræði.
Meðaleinkunn þriggja hinna fyrsttöldu prófgreina og meðal-
einkunn þriggja hinna síðasttöldu teljast til aðaleinkunnar við
embættispróf.
14