Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 108
106
b. f lokaprófi eru skriflegar prófgreinar þessar:
(1) Handlæknisfræði.
(2) Lyflæknisfræði.
Munnlegar prófgreinar eru:
(3) Handlæknisfræði.
(4) Lyflæknisfræði.
(5) Fæðingar- og kvensjúkdómafræði.
(6) Heilbrigðisfræði.
(7) Réttarlæknisfræði.
Verklegar prófgreinar:
(8) Handlæknisvitjun.
(9) Lyflæknisvitjun.
Prófi í handlæknis- og lyflæknisvitjun er hagað svo, að stúd-
ent rannsakar sjúkling, í viðurvist prófanda og prófdómara,
og gerir þegar að rannsókn lokinni grein fyrir því, hvernig
sjúkdómurinn, sem um er að ræða, hefur hagað sér og hvern-
ig hann lýsir sér. Heimilt er að verja allt að einni klukkustund
til nefndrar rannsóknar.
6. Stúdent telst ekki hafa staðizt upphafspróf, hafi hann hlotið
lægri einkunn en 7 í einhverri hinna þriggja prófgreina.
Hljóti stúdent lægri einkunn en 5 í einhverri þessara próf-
greina: skriflegri handlæknisfræði, munnlegri handlæknisfræði,
skriflegri lyflæknisfræði, munnlegri lyflæknisfræði, hefur hann
ekki staðizt prófið (sbr. a. ö. 1. 68. gr.).
7. Eigi má líða lengri tími en 7 kennslumisseri frá skrásetningu og
þar til fyrsta hluta embættisprófs er lokið. Öðrum hluta prófsins
skal lokið eigi síðar en 4 misserum eftir fyrsta hluta og lokaprófi
eigi síðar en 5 misserum eftir að öðrum hluta prófsins er lokið.
Undanþágu frá þessum tímamörkum má þó veita, ef stúdent
hefur verið veikur, enda sé það staðfest af lækni háskólans.
Forprófi síðasta hluta skal að jafnaði lokið einu misseri eftir
miðhlutapróf og a. m. k. misseri áður en stúdent segir sig til loka-
prófs.
B. Fullnaöarpróf í tannlœkningum, sjá 45. gr.
C. Próf í lyfjafrœöi lyfsala, sjá 47. gr.
44. gr.
Kennsla til kandídatsprófs í tannlækningum.
1. Efnafræði.
Kennslan er munnleg og verkleg í lífrænni og ólífrænni efnafræði.
2. „Morfologi“ og „teknologi“.