Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 147
145
því starfi að vera starfsmaður ráðsins yfir sumartímann. Slíkt er þó
að sjálfsögðu engin varanleg lausn á þessu vandamáli.
T aflmennska.
Snemma vetrar lagði formaður til, „að stúdentaráð beiti sér fyrir
starfsemi til að efla skákmennt stúdenta, t. d. með fjöltefli og öðru
slíku“. Tillagan var samþykkt og í samræmi við hana hófst stjórn-
in handa.
1. Fyrir jól háði Ingi R. Jóhannsson fjöltefli við stúdenta, og fór
það fram á Gamla Garði.
2. Um mánaðamótin febrúar—marz háði Friðrik Ólafsson stór-
meistari fjöltefli við stúdenta á Gamla Garði.
3. Stúdentaráð endurheimti á þessum vetri bikar, sem h.f. Síld og
fiskur gaf stúdentaráði fyrir nokkrum árum. Á bikarinn er letrað:
„Skákbikar Stúdentaráðs Háskóla íslands“, og af annarri áletrun
má ráða, að Þórir Ólafsson hafi unnið hann í keppni árið 1954. Litlar
sögur fara síðan af bikarnum, nema hvað Vilhjálmur Þórhallsson
mun síðar hafa hreppt gripinn, en til ráðsins barst hann eftir ýmsum
krókaleiðum. Hinn 20. marz ákvað stúdentaráð að efna til hraðskák-
keppni um bikarinn, og skyldi keppt um bikarinn, svo fremi að tólf
stúdentar gæfu sig fram til keppni. Keppnin var rækilega auglýst,
en of fáir höfðu hug á að hreppa hnossið í það sinn. Er þess að
vænta, að bráðlega verði efnt til annarrar keppni um bikarinn.
Slyrkveitingar til stúdentaráðs.
1. S. 1. haust fór stúdentaráð fram á það við fjárveitinganefnd Al-
þingis, að styrkur til ráðsins yrði hækkaður úr kr. 10.000,00 í kr.
25.000,00. Benti stúdentaráð m. a. á það, málaleitun sinni til stuðn-
ings, að styrkur þessi hefði verið óbreyttur á annan áratug. Á sama
tíma hefði verðlag allt í landinu hækkað, stúdentum fjölgað mikið
og starfsemi stúdentaráðs aukizt mjög. Stúdentaráð leitaði stuðnings
ýmissa nefndarmanna svo og annarra þingmanna, sem reyndu að
fylgja málinu eftir. Meirihluti fjárveitinganefndar lagðist þó enn
gegn óskum stúdenta og við endanlega afgreiðslu f járlaga var styrk-
urinn óbreyttur, kr. 10.000,00.
2. Á vetrinum sótti stúdentaráð um styrk til háskólaráðs að upp-
hæð kr. 10.000,00. Háskólaráð veitti styrk þennan umyrðalaust. Enn-
fremur veitti háskólaráð stúdentaráði styrk að upphæð kr. 7.500,00
til að standa straum af kostnaði við Norræna formannaráðstefnu,
sem hér var haldin s.l. vetur. Háskólaráð veitti enn styrk að upp-
hæð kr. 1.500,00 til að senda fulltrúa á þýzkt-skandinavískt mót í
Múnchen s. 1. sumar. Stúdentaráð færir háskólaráði beztu þakkir
fyrir rausnarlegan stuðning.
19