Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 128
126
j. Frávik frá 'prófreglum.
70. gr.
Háskólaráði er heimilt, eftir tillögum háskóladeildar, að víkja lít-
ils háttar frá settum reglum um kennslu og próf.
k. Erlend háskólapróf.
71. gr.
Háskólaráð ákveður, að fenginni umsögn deildar, hvort viðurkenna
skuli háskólapróf, sem stúdent tekur erlendis, og að hverju leyti. Nú
er erlent háskólapróf viðurkennt, og ákveður deildin þá, hvort ein-
kunn sú, sem stúdent hefur hlotið á prófi, skuli talin prófseinkunn
við fullnaðarpróf hér á landi eða ekki.
VII. KAFLI
Doktorar og meistarar.
72. gr.
Háskóladeildir hafa rétt til að veita doktorsnafnbót. Slíka nafnbót
má veita annaðhvort í heiðurs skyni eða að undangengnu sérstöku
prófi. Doktorsnafnbót í heiðurs skyni verður ekki veitt nema með
einróma samþykki atkvæðisbærra deildarmanna og með samþykki
háskólaráðs. Háskóladeildir standa fyrir doktorsprófi.
73. gr.
Sá, er æskir doktorsnafnbótar, skal að jafnaði hafa lokið kandí-
datsprófi eða embættisprófi.
74. gr.
Doktorspróf er fólgið í samningu ritgerðar eða ritgerða, munn-
legri vöm, og enn fremur geta einstakar deildir með samþykki há-
skólaráðs skilið til, að doktorsefni flytji fyrirlestur um fræðileg efni,
einn eða fleiri.
Umsókn um að þreyta doktorspróf skal skilað til hlutaðeigandi
háskóladeildar.
Nú leggur sá, er æskir að taka doktorspróf, fram fleiri ritgerðir
en eina, og verða ritgerðir þá að varða sama meginrannsóknarsvið
og mynda nokkra heild. Þegar svo stendur á, skal semja sérstaka
yfirlitsritgerð, þar sem dregið er saman efni hinna einstöku ritgerða
og settar eru fram heildarályktanir.
Rit það, er doktorsefni leggur fram, eða yfirlitsritgerð, sé um fleiri
ritgerðir að ræða, mega hafa birzt í lengsta lagi 2 árum áður en