Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 13
11
minnzt á húsnæðisvandræði vegna efnafræði- og eðlisfræði-
kennslunnar. Fyrir 2—3 árum ræddi ég nokkuð á háskólahátíð
um nauðsyn þess að auka húsrými í háskólanum með þeim
hætti að reisa sérstakt hús yfir læknadeildina, ef unnt reynd-
ist að búa slíkri byggingu stað á lóð Landspítalans. Sú fram-
kvæmd má ekki dragast lengi, en hún verður að sjálfsögðu
geysilega kostnaðarsöm. Hins vegar myndi hún gerbreyta allri
aðstöðu við læknakennsluna, en þess er nú hin fyllsta þörf.
Jafnframt myndi þá rýmkast stórum um aðrar deildir í há-
skólanum. Þá vil ég með fáum orðum minnast tillögu þeirrar
til þingsályktunar, sem samþykkt var á síðasta Alþingi, um
sameiningu Landsbókasafns og háskólabókasafns. Hér er um
mjög þýðingarmikið mál að ræða, en lausn þess er undir því
komin, að nýrri bókhlöðu verði fundinn hæfilegur staður í
nágrenni við háskólann. Háskólahúsið er nú bráðum 20 ára
gamalt. Á þessum stutta tíma má kalla, að land það, sem skól-
anum var afhent af Reykjavíkurbæ og allir töldu þá mjög ríf-
legt, sé að fullu nýtt. Deila má um það, hversu haganlega eða
sparsamlega hafi verið með það farið, en flestum mun sýnast,
að þar verði ekki miklu af húsum við bætt, án þess að til
skemmda horfi. Háskólahverfið er og verður höfuðprýði þess-
arar borgar og á að vera það. Eins og byggingum er þar farið
og skipulagi öllu, verður að gæta ýtrustu varfærni í öllum
framkvæmdum, svo að eigi sé spillt þeim heildarsvip, sem hér
hefir þegar markaður verið. En hvað þá um framtíðina? Um
þetta hefi ég oft rætt við borgarstjóra Reykjavíkur, Gunnar
Thoroddsen, sem hefir fullan skilning á því, hversu mikilvægt
það er að tryggja nú þegar verulega stækkun á því landrými,
sem háskólanum er ætlað til sinna þarfa í framtíð. Má kalla
að nú séu síðustu forvöð að bjarga þessu máli. Hér er um að
ræða óbyggt svæði gegnt háskólahverfinu norðan Suðurgötu,
frá gatnamótum við þjóðminjasafnshúsið vestur að loftskeyta-
stöðinni. Af þessu landsvæði myndi hin nýja bókhlaða taka
allstóra sneið, því að hana verður að reisa með fullu tilliti til
stækkunar, er nægi til langrar framtíðar. En allt um það myndi
hér skapast nokkurt olnbogarúm fyrir framtíðina. Ég skal