Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 146
144
5. Stúdentaráð fékk að gjöf frá Norska stúdentasambandinu lítinn
norskan minjagrip, sem geymdur er í skrifstofu stúdentaráðs.
Fríðindi.
Síðasta stúdentaráð gerði allmargar tilraunir til að auka þau fríð-
indi, sem stúdentaskírteinum fylgja, en án árangurs. Stúdentaráð það,
er nú situr, gerði ennfremur allmargar tilraunir í þá átt. T. d. var
reynt að fá afslátt af bókum hjá einstökum bóksölum, einkum hand-
bókum og öðrum slíkum, sem stúdentar keyptu mikið, en allar til-
raunir til þess mistókust. Töldu bóksalar sig ekki geta veitt slík
fríðindi stúdentum til handa.
Ennfremur var reynt að fá tvo miða á symfóníuhljómleika, en
tókst ekki.
Eini árangur, sem varð í þessa átt, var, að stúdentar fá nú aðgang
að sýningum Sýningarsalarins við Hverfisgötu fyrir hálfvirði. Var
leitað til þess fyrirtækis skv. tillögu Ólafs Pálmasonar.
íslenzkir stúdentar virðast hér eiga við miklu rammari reip að
draga en stúdentar erlendis, hvað sem valda mun.
Yfirfœrslugjöld á námsbóhum.
Á fundi í stúdentaráði hinn 8. okt. s. 1. var samþykkt tillaga um að
skora á fjármálaráðherra að hlutast til um, að fellt verði niður yfir-
færslugjald á námsbókum stúdenta.
Upplýsingastarfsemi fyrir Menntaskólanema.
Þar eð ljóst var að Handbók stúdenta kæmist ekki út áður en ný-
stúdentar hæfu nám í skólanum á þessu hausti, efndi stúdentaráð
til kynningarstarfsemi í Menntaskólanum í Reykjavík s. 1. vetur.
Kynningarstarfsemi þessi fór fram á þremur kvöldum og voru
stúdentar fengnir til að halda fyrirlestra um nám og námstilhögun
í öllum deildum háskólans. Misjöfn aðsókn var að fyrirlestrunum,
en í heild þótti þessi starfsemi takast vel. Um auglýsingar og annan
undirbúning innan Menntaskólans sá stjórn Framtíðarinnar.
Faslur slarfsmaffur stúdentaráðs.
Það kemur æ betur í ljós með sívaxandi starfsemi stúdentaráðs,
hverja nauðsyn ber til þess, að ráðinn verði fastur starfsmaður ráðs-
ins. Hefur mál þetta verið á döfinni mörg undanfarin ár, en aldrei
orðið úr framkvæmdum vegna fjárskorts.
Úr þessu máli rættist þó nokkuð á síðastliðnu sumri, þegar Magnús
Þórðarson, starfsmaður Ferðaþjónustu stúdenta, tók að sér samhliða