Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 104
102
undirbúningsprófa. Meðaltal einkunna í undirbúningsprófura telst
ein einkunn til síðara hluta prófs.
B. Fyrra hluta próf.
Að loknum undirbúningsprófum er heimilt að ganga undir fyrra
hluta próf, og er þá prófað í þessum greinum:
a. Almennum trúarbragðafræðum.
b. Inngangsfræði Gamla testamentisins.
c. ísraelssögu.
d. Inngangsfræði Nýja testamentisins.
e. Samtíðarsögu Nýja testamentisins.
Próf í almennum trúarbragðafræðum er bæði skriflegt og munn-
legt, en munnlegt í hinum greinunum. Prófi þessu má fyrst ljúka að
4 kennslumisserum liðnum frá innritun, og skal það að jafnaði hald-
ið í lok seinna misseris kennsluársins. Einkunnir í almennum trúar-
bragðafræðum eru taldar sér til síðara hluta prófs, en meðaltal ein-
kunna í greinunum b.—e. telst ein einkunn til síðara hluta prófs. Eng-
inn má hafa lægra meðaltal en einkunnina 7 til þess að standast
fyrra hluta próf. Eigi má líða lengri tími en 8 kennslumisseri frá
innritun þar til lokið er fyrra hluta prófi. Einkunnir í fyrra hluta
prófi gilda eigi lengur en 10 kennslumisseri.
C. Síöara hluta próf.
Áður en stúdent segir sig til síðara hluta prófs, skal hann hafa
lokið undirbúningsprófum, fyrra hluta prófi og þeim æfingum, sem
deildin krefst. Skal hann sýna vottorð um, að hann hafi fært sér í
nyt kennslu þá, sem veitt er í þeim námsgreinum, sem nefndar eru
í 40. gr. 7. og 8. og ekki er prófað í sérstaklega. Enn fremur skal
hann, a. m. k. þremur mánuðum áður en síðara hluta próf hefst að
öðru leyti, skila ritgerð úr sémámi sínu.
Próf er haldið í þessum námsgreinum:
a. Gamla testamentisfræðum.
b. Nýja testamentisfræðum.
c. Kristilegri trúfræði.
d. Kristilegri siðfræði.
e. Kirkjusögu.
f. Bamaspumingum.
g. Prédikun.
Prófið í fyrstu 5 greinunum er bæði skriflegt og munnlegt, en verk-
legt í 6. og 7.
Bamaspumingar fara fram með þeim hætti, að kandídatamir
spyrja börn út úr efni, sem þeim hefur verið tilkynnt degi áður en
spumingar fara fram.