Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 95
93
ar, að auglýsa kennaraembætti laust til umsóknar, svo að embættið
verði veitt ári áður en hinn nýskipaði kennari hefur kennslu sína.
Kveða skal á um það hverju sinni, frá hvaða tíma launagreiðslur
hins nýskipaða kennara hefjist.
c. Háskóladeildir og störf þeirra.
18. gr.
Hver háskóladeild velur úr hópi prófessora deildarinnar deildar-
forseta og annan til vara. Deildarforseti á sæti í háskólaráði, en vara-
forseti tekur sæti hans þar eftir reglum 6. gr.
Deildarforseta og varaforseta skal kjósa til tveggja ára í senn.
Kosning er skrifleg og fer fram í maímánuði, en hinn kjömi deildar-
forseti tekur við störfum með byrjun næsta kennsluárs. Kjörtímabil
þriggja þeirra deildarforseta og varaforseta, sem kjörnir verða í
maímánuði 1958, skal vera eitt ár, og skal hluta um það, eftir að
deildarforsetar hafa verið kjömir, hverjir þeirra skulu gegna störf-
um eitt ár og hverjir tvö.
Kjörgengum kennumm er skylt að taka við kosningu til deildar-
forsetastarfa og til starfa varadeildarforseta. Endurkjósa má deild-
arforseta, en rétt hefur hann til að skorast undan endurkjöri. Sá,
sem gegnt hefur embætti rektors, getur og skorazt undan kjöri til
deildarforsetastarfa næsta kjörtímabil eftir að hann lét af rektors-
störfum. Nú fellur deildarforseti frá eða lætur af störfum, og skal
þá kjósa deildarforstea og varaforseta fyrir þann hluta kjörtímabils,
sem eftir er.
19. gr.
Hver háskóladeild heldur fund eftir þörfum, en skylt er að boða
til fundar, ef rektor eða þriðjungur deildarmanna, sem rétt eiga á
fundarsetu, æskja þess.
Deildarforseti boðar fundi bréflega og með þriggja daga fyrirvara,
ef unnt er, en einstakar háskóladeildir geta þó ákveðið annan hátt á
fundarboðun. Fundarefni skal greina í fundarboði.
Deildarfundur er ályktunarfær, ef fund sækja eigi færri en helm-
ingur prófessora deildarinnar. Nú em atkvæði jöfn, og ræður þá at-
kvæði deildarforseta eða þess, er gegnir forsetastörfum.
Nú má deildarkennari, sem á setu á deildarfundi, ekki sækja fund
vegna forfalla, og er honum þá heimilt að gera bréflega grein fyrir
atkvæði sínu í tilteknu máli.
Gerðir deildarfunda skulu bókfærðar, og skal lesa fundargerð og
staðfesta hana, áður en fundi er slitið.