Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 21
19
arkitekt, HauTcur Pétursson landmælingafræðingur, Magnús R.
Jónsson verkfræðingur, Magnús Magnússon eðlisfræðingur og
Zophonías Pálsson skipulagsstjóri.
Prófdómandi í Islandssögu í heimspekideild var skipaður dr.
Kristján Eldjárn til 3 ára frá 30. apríl að telja, en í fjarveru
hans vorið 1958 fól menntamálaráðuneyti Birq,i Þorsteinssyni
cand. mag. að vera prófdómandi í þessari grein.
Prófdómandi í stærðfræði og eðlisfræði við B.A.-próf var
skipaður Sigurður Jóliannsson, vegamálastjóri, til 3 ára frá
28. maí 1958 að telja.
Fyrirlestrar erlendra gesta.
Prófessor, dr. theol. Bengt Noack frá Kaupmannahafnarhá-
skóla dvaldi hér á landi i 2y> mánuð á haustmisserinu og flutti
fyrirlestra fyrir guðfræðinema og guðfræðinga. Ferð hans og
dvöl var kostuð af Lutheran World Federation.
Prófessor Gabriel Turville-Petre frá Oxford dvaldi nokkurn
tima hér á landi í upphafi háskólaársins í boði háskólans. Flutti
hann fyrirlestur á íslenzku um ÓðinsdýrJcun (23. okt. 1957).
I okt. 1957 dvaldist prófessor Hal Koch /rá Kaupmannahöfn
hér á landi í boði guðfræðideildar og á vegum Evrópuráðs.
Flutti hann fyrirlestra fyrir guðfræðinema og guðfræðinga.
1 marz 1958 flutti dr. Herdis von Magnus, deildarstjóri í
Statens Seruminstitut í Kaupmannahöfn, tvo fyrirlestra í boði
læknadeildar.
1 apríl 1958 flutti sænski rithöfundurinn Eyvind Johnson
fyrirlestur í háskólanum í boði hans.
I júní 1958 flutti Joseph T. Thorson, dómsforseti frá Ottawa,
sem er af íslenzku bergi brotinn, fyrirlestur í boði laga- og
viðskiptadeildar um réttarrilcið og meginreglur þess.
15. júní 1958 flutti prófessor Folke Henschen frá Stokkhólmi
fyrirlestur í boði læknadeildar um sjúkdóma og heilsufar i
Egyptalandi hinu forna.
Próf.
Þessum stúdentum var heimilað að ganga undir próf haustið
1958: Meistarapróf í íslenzkum fræðum: Baldur Jónsson, Nanna