Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 131
129
háskólann, svo sem segir í lögum nr. 11 28. febr. 1947 eða öðrum lög-
um eða reglum, er sett kunna að verða.
81. gr.
Forseti íslands veitir embætti háskólabókavarðar að fengnum til-
lögum háskólaráðs. Háskólabókavörður skal hafa sérþekkingu í bóka-
safnsfræðum. Nú kennir háskólabókavörður bókasafnsfræði við há-
skólann, og tekur hann þá sömu laun og prófessorar. Háskólaráð
ræður annað starfslið bókasafns eftir því, sem fé er veitt til í fjár-
lögum. Háskólaráð setur reglur um stjóm háskólabókasafns og fær
háskólabókaverði erindisbréf.
82. gr.
Háskólaráð ráðstafar fé því, sem háskólinn hefur til umráða, inn-
an þeirra takmarka, sem lög, reglugerðir eða aðrar reglur setja.
Leita skal álits háskóladeildar, sem í hlut á, áður en ráðstafað er
fé til útgáfu og kaupa á bókum, svo og um styrkveitingar, sem
bundnar eru við nemendur tiltekinnar háskóladeildar.
83. gr.
Háskólaráð gerir stjómarráðinu skilagrein fyrir fé því, er það
hefur haft til umráða umliðið ár.
IX. KAFLI
Kennaraembætti og kennarastöður við Háskóla íslands.
84. gr.
Við Háskóla íslands em þessi prófessorsembætti:
1. í guðfræðideild 4: í gamlatestamentisfræðum, í nýjatestamentis-
fræðum, í kirkjusögu og í trúfræði.
2. 1 læknadeild 8: í handlæknisfræði, í heilbrigðisfræði, í lífeðlis- og
lífefnafræði, í líffærafræði, í lyfjafræði, í lyflæknisfræði, í meina-
og sýklafræði og í tannlæknisfræði.
3. í laga- og viðskiptadeild 6: í lögfræði 4, í viðskiptafræði 2 (í
rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði).
4. í heimspekideild 8: 1 í heimspekilegum forspjallsvísindum, 1 í
uppeldisfræðum, 6 í íslenzkum fræðum: 2 í málfræði, 2 í bók-
menntum og 2 í sögu.
5. í verkfræðideild 4: 1 stærðfræði, í aflfræði og burðarþolsfræði,
í teikningu og landmælingafræði og í eðlisfræði.
Nú óskar skipaður prófessor eftir því, að aðalkennslugrein hans
17