Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 71
69
verk og náði þar góðum árangri. Á aðrar listgreinar lagði hann
einnig stund. I iðkun þessa birtist hæfileikinn til að túlka og
tjá það, sem fyrir ber, og sundurgreina — sá sami hæfileiki,
sem gerði kennslu hans svo aðlaðandi.
Magnús Jónsson kvæntist Bennie Lárusdóttur frá Selárdal
árið 1915. Varð þeim fimm barna auðið. Hún andaðist hinn
14. desember 1957 í Landsspítalanum, þar sem hann var þá
einnig sjúklingur. Var honum það þungt áfall, sem hann þó
tók með mikilli stillingu og ró, en eigi tók hann gleði sína
aftur eftir það.
Með Magnúsi er genginn maður, sem var óvenjulegur, en
auðgaði tilveru þeirra, sem með honum lifðu og störfuðu.
M. M. L.
IX. HÁSKÓLABÓKASAFN
Ársauki safnsins varð 3663 bindi, og var reynt að efna til
stofns rita í stærðfræði og eðlisfræði. Auk þess varð Hbs. ís-
lenzkt „depository library“ fyrir stöðugan straum af fjölrit-
um og smækkuðu ljósprenti um kjarnfræði, gjöf frá Kjarn-
fræðinefnd Bandarikjanna í Washington (AEC), og fyrir lok
1958 fylgdi að gjöf ágætur Kodak-leslampi, Model A. (mici’o-
card-lestur).
Frá því að háskólalögin 1957 komu til framkvæmda, tekur
Hbs. þá eina stúdenta í vinnu, sem láta innritast til bókavarðar-
náms með próf við háskólann fyrir augum. Prófið fer fram í
heimspekideild (2 eða 3 B.A.-stig veitt); innritun í aðra deild
getur þó nægt til að fá þátttöku í bókavarðarnámi.
Háskólabókavörður var í utanför sumarið 1957 um tæpra
2 mánaða skeið og leitaði gagns og kynna í söfnum í þessum
háskólabæjum: Björgvin, Þrándheimi, Uppsölum, Stokkhólmi,
Gautaborg, Kaupmannahöfn, Hamborg, Edinborg. Miðað við
flughraða þróun háskólanna og safnþjónustunnar þar kvað
hann eftir það kyrrstöðu Hbs. vera hættulega.
Björn Sigfússon.