Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 143
141
á árinu, sömuleiðis háskólaráð. Stúdentaráð taldi því ekki heppilegt
að efna sjálft til stúdentaskipta á árinu, þar eð styrkir til þeirrar
starfsemi myndu þá dreifast á of marga aðila og lítið koma í hvern
stað. Auk þess var sú skoðun almennt ríkjandi í ráðinu, að heppilegra
og gagnlegra væri, að deildarfélögin hefðu á hendi þessa starfsemi
og hefðu stúdentaskipti við starfsbræður sína í öðrum löndum.
Stjórn stúdentaráðs kallaði því formenn allra deildarfélaga á sinn
fund á öndverðum vetri, meðal annars til að komast fyrir um, hvaða
deildarfélög hefðu stúdentaskipti í huga.
Ennfremur var á þessum fundi rætt, hvort ekki væri unnt að setja
ákveðnar reglur um stúdentaskipti einstakra deildarfélaga til að ekki
hæfist óæskileg samkeppni milli þeirra um þá styrki, sem völ væri
á til þessarar starfsemi. Ekki varð niðurstaða fengin á þeim um-
ræðum, enda mjög erfitt að setja um þetta reglur, sem allir geta
sætt sig við. Hins vegar er nauðsynlegt, að þau deildarfélög, sem hafa
stúdentaskipti í huga, hafi í tíma samband við þá aðila, er veita styrk-
ina, svo að ekki komi til árekstra.
Ungverjalandsmál.
Þann 20. júní 1958 tók stúdentaráð þátt í fjölmennum útifundi til
að mótmæla lífláti fjögurra ungverskra frelsishetja úr byltingunni
haustið 1956. Ræðumaður af hálfu stúdentaráðs var Birgir ísl. Gunn-
arsson. Fundurinn samþykkti ályktun, þar sem lýst var sárum harmi
yfir lífláti ofangreindra manna í Ungverjalandi.
Stúdentakórinn.
S. 1. vor barst stúdentaráði beiðni frá stjórn stúdentakórsins um
að ráðið veitti kórnum styrk að upphæð kr. 2000,00. Samþykkti
stúdentaráð samhljóða að verða við þessari beiðni.
Landhelgismálið.
Þann 3. september kom stúdentaráð saman til fundar til að mót-
mæla ofbeldi því, sem Bretar höfðu haft í frammi innan íslenzkrar
landhelgi. Var þar samþykkt harðorð mótmælatillaga.
BlaSfaútgáfa.
Stúdentaráð gaf út þrjú tölublöð af Stúdentablaði þetta starfstíma-
bil. Fyrsta tölublaðið var hátíðarblað 1. desember.
í ritnefnd voru kjörnir: Benedikt Blöndal, sem var ritstjóri, Jósef
Þorgeirsson, stud. jur., Grétar Kristjánsson, stud. jur., Finnur Hjör-
leifsson, stud. mag., og Unnar Stefánsson, stud. oecon. Litlar sem
engar deilur urðu um efni blaðsins að þessu sinni.