Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 143

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 143
141 á árinu, sömuleiðis háskólaráð. Stúdentaráð taldi því ekki heppilegt að efna sjálft til stúdentaskipta á árinu, þar eð styrkir til þeirrar starfsemi myndu þá dreifast á of marga aðila og lítið koma í hvern stað. Auk þess var sú skoðun almennt ríkjandi í ráðinu, að heppilegra og gagnlegra væri, að deildarfélögin hefðu á hendi þessa starfsemi og hefðu stúdentaskipti við starfsbræður sína í öðrum löndum. Stjórn stúdentaráðs kallaði því formenn allra deildarfélaga á sinn fund á öndverðum vetri, meðal annars til að komast fyrir um, hvaða deildarfélög hefðu stúdentaskipti í huga. Ennfremur var á þessum fundi rætt, hvort ekki væri unnt að setja ákveðnar reglur um stúdentaskipti einstakra deildarfélaga til að ekki hæfist óæskileg samkeppni milli þeirra um þá styrki, sem völ væri á til þessarar starfsemi. Ekki varð niðurstaða fengin á þeim um- ræðum, enda mjög erfitt að setja um þetta reglur, sem allir geta sætt sig við. Hins vegar er nauðsynlegt, að þau deildarfélög, sem hafa stúdentaskipti í huga, hafi í tíma samband við þá aðila, er veita styrk- ina, svo að ekki komi til árekstra. Ungverjalandsmál. Þann 20. júní 1958 tók stúdentaráð þátt í fjölmennum útifundi til að mótmæla lífláti fjögurra ungverskra frelsishetja úr byltingunni haustið 1956. Ræðumaður af hálfu stúdentaráðs var Birgir ísl. Gunn- arsson. Fundurinn samþykkti ályktun, þar sem lýst var sárum harmi yfir lífláti ofangreindra manna í Ungverjalandi. Stúdentakórinn. S. 1. vor barst stúdentaráði beiðni frá stjórn stúdentakórsins um að ráðið veitti kórnum styrk að upphæð kr. 2000,00. Samþykkti stúdentaráð samhljóða að verða við þessari beiðni. Landhelgismálið. Þann 3. september kom stúdentaráð saman til fundar til að mót- mæla ofbeldi því, sem Bretar höfðu haft í frammi innan íslenzkrar landhelgi. Var þar samþykkt harðorð mótmælatillaga. BlaSfaútgáfa. Stúdentaráð gaf út þrjú tölublöð af Stúdentablaði þetta starfstíma- bil. Fyrsta tölublaðið var hátíðarblað 1. desember. í ritnefnd voru kjörnir: Benedikt Blöndal, sem var ritstjóri, Jósef Þorgeirsson, stud. jur., Grétar Kristjánsson, stud. jur., Finnur Hjör- leifsson, stud. mag., og Unnar Stefánsson, stud. oecon. Litlar sem engar deilur urðu um efni blaðsins að þessu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.