Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 103
101
c. Æfingar í bréfa- og skýrslugerð presta.
Minnstu kröfur um verklegt nám eru, að stúdentinn hafi
samið 6 ræður, flutt tvær messur, tekið stöðugan þátt í bama-
spumingum eitt kennslumisseri og starfað við sunnudagaskóla
deildarinnar eitt misseri og sjúkrahæli um tveggja mánaða
skeið.
8. Kirkjuréttur.
9. Gríska.
10. Hebreska.
Enn fremur skulu stúdentar leysa af hendi skriflegar æfingar, svo
sem hér segir: sex í Nýja testamentisfræðum, þrjár í Gamla testa-
mentisfræðum, þrjár í trúfræði, tvær í siðfræði, fjórar í kirkjusögu,
tvær í almennum trúarbragðafræðum. Skulu æfingar þessar að jafn-
aði leystar af hendi í misserislok. Svo og skulu stúdentar velja sér
grein til sémáms í samráði við kennara í hverri grein og semja rit-
gerð úr því efni.
41. gr.
Próf í guöfræöideild.
A. Undirbúningspróf í grísku og hebresku.
a. Stúdentum er heimilt að ganga undir próf í grísku eftir eins miss-
eris nám við háskólann.
Prófið er munnlegt. Skulu þeir stúdentar, sem undir prófið
ganga, hafa lesið að minnsta kosti 100 bls. í klassískri grísku og
80 bls. í Nýja testamentinu á grísku (útg. Nestles). Skal ávallt
prófað í hvorri tveggja grískunni.
Enginn stenzt prófið, ef hann nær ekki einkunninni 7.
Kennarinn í grísku prófar og dæmir um úrlausnimar ásamt
einum af kennumm guðfræðideildar.
Kennarinn lætur af hendi prófvottorð endurgjaldslaust.
b. Stúdentum er heimilt að ganga undir próf í hebresku eftir eins
misseris nám við háskólann.
Prófið er munnlegt. Skulu þeir stúdentar, sem undir prófið
ganga, hafa lesið að minnsta kosti 50 bls. úr hebreskri biblíu
(útg. Kittels). Enginn stenzt prófið, ef hann nær ekki einkunn-
inni 7. Kennarinn í hebresku prófar og dæmir um úrlausnimar
ásamt einum af kennurum guðfræðideildar. Kennarinn lætur af
hendi prófvottorð endurgjaldslaust.
Eigi má líða lengri tími en 6 kennslumisseri frá innritun til